A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Lubbi finnur málbein

Salbjörg Engilbertsdóttir | 24. mars 2017

Nú 3. mars var haldið námskeið í Hnyðju tengt málörvunarefninu Lubbi finnur málbein.

Námskeiðið var haldið fyrir tilstuðlan leikskólans Lækjarbrekku. Auk starfsfólks leikskólans mættu  starfsfólk leik- og grunnskóla Drangsness og starfsfólk Reykhólaskóla – sem er samrekinn leik- og grunnskóli.  Eyrún Ísfold Gísladóttir talmeinafræðingur og annar höfunda Lubba finnur málbein, hélt námskeiðið.

Lubbi finnur málbein er málörvunarefni sem byggt er á samnotkun tákna og hljóða. Í íslensku tungumáli eru 35 málhljóð og í námsefninu er hvert og eitt einasta málhljóð bundið við bein. Lubbi fer því um allt land til að finna íslensku málbeinin, til að læra að hljóða stafina.

Námsefni Lubba samanstendur af bók með sögum um hvert málhljóð og vísur eftir Þórarinn Eldjárn, íslandskortið þar sem málbeinin hans Lubba er að finna, DVD diskur og CD diskur þar sem börn eru að flytja Lubbavísurnar og sýna börnum hvernig táknið er fyrir  hvert málhljóð. Þá eru líka fjórar sérstakar Lubbasmiðjur sem innihalda ítarefni og hugmyndir að því hvernig hægt er að vinna með Lubbaefnið.

Við lok síðasta skólaárs gaf foreldrafélag leikskólans leikskólanum Lubbasmiðju 1,  Lubbabókina, DVD og CD diska ásamt veggspjöldum með málhljóðunum og Íslandskortið.

1. mars gáfu Viðar Guðmundsson og Barbara Ósk Guðbjartsdóttir leikskólanum Lubbasmiðjur 2 og 3 og í framhaldi af námskeiðinu fjárfesti leikskólinn í Lubbasmiðju 4 og hefur leikskólinn því eignast allt námsefni Lubba.

Nú þegar er byrjað að vinna með Lubbasmiðjurnar með öllum börnum leikskólans.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón