A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Lokun Höfðagötu vegna kennslu í Hnyðju

Þorgeir Pálsson | 28. nóvember 2023
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Á sveitarstjórnarfundi þann 14.11 sl. var tekið fyrir erindi foreldrafélags grunn-, tón- og leikskólans, um tímabundna en daglega lokun þess hluta Höfðagötu sem snýr að Hnyðju, til að auka öryggi skólabarna sem þar eru.  Nú hefur sveitarstjórn, í samráði við Lögregluna á Vestfjörðum og umsjónarkennara, ákveðið að loka götunni frá kl 10 á morgnana til kl 15 á daginn, alla daga sem kennsla fer fram í Hnyðju. 

Lokunin verður þannig að hægt verður eftir sem áður að leggja í bílastæðin við Galdrasafnið og einnig verður hægt að aka meðfram austurgafli Þróunarsetursins inn á planið við Hólmadrang og Hlein.  Bent er á Skjaldbökuslóð og Kópnesbraut sem hjáleiðir meðan á lokuninni stendur.

Við biðjum ökumenn að sýna þessu skilning enda öryggi barnanna okkar í húfi. Lokunin tekur gildi frá og með miðvikudeginum, 29.11.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón