A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Lionsklúbbur Hólmavíkur 50 ára - Tónskólinn á Hólmavík fær gjöf frá Lionsklúbbi Ísafjarðar

| 20. febrúar 2011
Myndin er fengin að láni hjá Café Riis sem sá um glæsilegar veitingar.
Myndin er fengin að láni hjá Café Riis sem sá um glæsilegar veitingar.
Lionsklúbbur Hólmavíkur fagnaði 50 ára afmæli klúbbsins með glæsilegri afmælishátíð í Félagsheimili Hólmavíkur í gær. Lionsklúbburinn hefur í hálfa öld staðið fyrir uppbyggilegum verkefnum og hlúð að mikilvægri starfsemi á Ströndum. Má þar nefna góðar gjafir sem Lionsklúbburinn hefur gefið til eflingar heilbrigðisþjónustu á svæðinu.  

Fulltrúar frá öðrum Lionsklúbbum komu víða að og fögnuðu afmælinu með heimamönnum. Lionsklúbbur Ísafjarðar vildi við þetta tilefni færa Tónskóla Hólmavíkur gjafabréf að upphæð kr. 100.000 til styrktar því öflugu tónlistarlífi sem Tónskólinn stendur fyrir á Ströndum. Fulltrúar frá Tónskólanum, Gunnur Arndís Halldórsdóttir, Sara Jóhannsdóttir og Stella Guðrún Jóhannsdóttir fluttu falleg tónlistaratriði á afmælishátíðinni.

Sveitarfélagið Strandabyggð sendir Lionsklúbbi Hólmavíkur hamingjuóskir með hálfrar aldar afmælið og þakkar fyrir óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón