A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Lífsgildi

| 23. desember 2019

Hún Sigga í Saumastofunni eftir Kjartan Ragnarsson, sem Leikfélag Hólmavíkur hefur sýnt við góðan orðstír í desember og sýnir þann 27. desember nk. á Hólmavík, furðaði sig á orðinu „lífsgildi“. „Hvaða orð er nú það?“ 

Gildi merkir verðmæti og því má segja að lífsgildi séu verðmæti lífsins, lífsverðmæti. Á örlítið einfaldara máli má segja að orðið lífsgildi nái utan um það sem við kjósum og ákveðum að eigi að einkenna okkur, okkar gjörðir og framkomu. Eitthvað sem við viljum standa fyrir og viljum vinna að. Sem samfélag gætum við t.d. valið okkur lífsgildin: virðing, samstaða, uppbygging, framsýni eða eitthvað í þá veru. 

Orðið samstaða er t.d. ágætt sem lífsgildi, því það tengir okkur og býr til sameiginlegan tilgang. Við viljum t.d. vinna saman að því að efla Strandabyggð, gera umhverfi okkar fallegra og heilbrigðara, efla skóla-, íþrótta- og tómstundastarf, svo dæmi séu tekin. Lífsgildi getur því staðið fyrir eitthvað jákvætt.

Samstaða, eins gott og jákvætt og það orð nú er, er hins vegar ekki sjálfgefin. Ein forsenda þess að við getum t.d. unnið saman, er virðing. Virðing fyrir hvert öðru, virðing fyrir ólíkum skoðunum, ólíkum aðferðum og hugsunum. Virðing fyrir hvert öðru er forsenda fyrir svo mörgu, þar á meðal samstöðu. Við virðum það hversu ólík við erum, en stöndum saman þar sem við deilum sameiginlegum markmiðum. Samstaða og virðing. Góð lífsgildi.

Ég óska ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og hlakka til að vinna með ykkur á næsta ári að því sameiginlega markmiði okkar allra, sem er að efla og styrkja Strandabyggð og þau lífsgæði sem við búum við.

Gleðileg jól!

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón