A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Landinn fer í jóga á Hólmavík!

| 21. september 2019

Landinn ætlar sér í hringferð um landið á morgun, sunnudag, og halda úti sólarhrings útsendingu eins og frægt er orðið. Strandabyggð verður vissulega heimsótt en hér ætlar Landinn að bregða sér í jóga í Hvatastöðinni og kynna sér um leið fjölbreytta starfsemi í Flugstöðinni. Jógatíminn hefst kl 21:30 og verður gjaldfrjáls og öllum opinn.

Við verðum á rólegu nótunum, losum um gangnaþreytuna og tryggjum okkur góðan svefn í upphafi nýrrar vinnuviku. Esther stýrir tímanum en Hulda tekur við þegar Esther bregður sér frá til að spjalla við fulltrúa Landans. Í komandi viku verður síðan boðið upp á fjölbreytta tíma í Hvatastöðinni; kundalini, hugleiðslu og stólajóga, allt gjaldfrjálst. Í vikulok verða síðan Kærleiksdagar á Drangsnesi svo það skortir ekki tækifærin til að rækta sál og líkama. Fylgist vel með á Facebook-síðu Hvatastöðvarinnar.

Mætum sem flest í Landajóga á sunnudagskvöld kl 21:30 og gefum landanum innsýn í fjölbreytt samfélag á Ströndum.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón