A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Íþróttamiðstöðin í Strandabyggð

| 22. september 2018

Kæru íbúar Strandabyggðar,

 

Nú reynir á samstöðu og skilning.  Eins og þið hafið sjálfsagt mörg hver séð, hafa komið upp vandamál í rekstri sundlaugarinnar.  Gufubaðinu hefur verið lokað vegna rakaskemmda í veggjum inn í búningsklefum, einnig eru rakaskemmdir úr sturtuklefum og út í ganginn að búningsklefum, barnalaugin er lokuð þar sem klæðningin í þeirri laug er ónýt og þarf að skipta þar um. Síðan gerist það nýlega að sandsía sprakk og við það datt annar heiti potturinn út.  Að auki stöndum við frammi fyrir verulegum endurbótum á lagnakerfi laugarinnar, þar sem skipta þarf um lagnir og annan búnað sem er kominn á tíma.  Það vantar nýjan dúk yfir laugina, lagfæra þarf gangstétt umhverfis laugina og svona mætti halda árfam. Við stöndum einfaldlega frammi fyrir þeirri staðreynd að verulegra úrbóta er nú þörf. Við vinnum ásamt byggingarfulltrúa Strandabyggðar að því að ná yfirsýn yfir alla þessa þætti svo hægt sé að skapa heildarmynd af umgangi og kostnaði við viðgerðir og endurbætur. 

 

Það er á sama tíma ljóst, að við verðum að forgangsraða og sú forgangstöðun mun aldrei falla öllum í geð.  Það er eðli þess að forgangsraða og það á vel við í þessu, að sá á kvölina sem á völina.  En við verðum að forgangsraða og við kölllum hér með eftir skilningi íbúa á því ástandi sem nú er komið upp.  Við ætlum að koma heita pottinum í lag fyrst, barnalauginni fyrir vorið, nýr dúkur yfir laugina verður keyptur fyrir veturinn o.s.frv.  Gufubaðið er því miður neðarlega á þessum forgangslista og þarf að bíða um sinn. 

 

Þetta er ekki endilega skemmtilegasti pistill sem þið lesið, en það jákvæða er þó þetta;  við vinnum nú að því að móta áætlun um að ráðast í endurbætur á íþróttamiðstöðinni.  Markmið okkar er að hér sé góð aðstaða og umhverfi til íþróttaiðkunnar, slökunar og almennrar vellíðunar, þannig að okkur og þeim sem heimskækja Strandabyggð geti liðið vel þegar þeir nýta sér þjónustu íþróttamiðstöðvarinnar.

 

Kveðja

Þorgeir Pálsson.

Sveitarstjóri

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón