A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Íþrótta- og tómstundafulltrúi - nýtt starf

Salbjörg Engilbertsdóttir | 10. desember 2021


Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir laust til umsóknar starf íþrótta- og tómstundafulltrúa. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir skapandi og skipulagðan einstakling með forystuhæfileika og unun af samskiptum, jákvætt viðhorf og metnað. Viðkomandi þarf að vera hvetjandi og góð fyrirmynd. Um fullt starf er að ræða.

Um er að ræða nýtt og spennandi starf við að þróa og stýra málaflokkum íþrótta og tómstunda, forvörnum og lýðheilsuverkefnum á vegum Strandabyggðar. Viðkomandi leiðir stefnumörkun um verkefni sviðsins með fagnefndum og sveitarstjórn.

 

Í starfinu felst fagleg og rekstrarleg ábyrgð á starfsemi Íþróttamiðstöðvar og tjaldsvæðis. Einnig á ungmennastarfi á vegum sveitarfélagsins, Ozon félagsmiðstöð ungmenna og Ungmennahúsi, og skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi sem sveitarfélagið kemur að.

 

Íþrótta- og tómstundafulltrúi er starfsmaður þeirra nefnda sem starfssviðinu tilheyra og hefur umsjón eða aðkomu að ýmsum viðburðum. Starfið útheimtir mikil og góð samskipti við aðra stjórnendur og stofnanir í sveitarfélaginu og auk þess félagasamtök á svæðinu.

Óskað verður eftir heimild til upplýsingaöflunar úr sakaskrá.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 

  • Að stýra málaflokkum íþrótta og tómstundastarfs, forvörnum og lýðheilsuverkefnum á vegum Strandabyggðar, vinna að umbótum og uppbyggingu
  • Fagleg og rekstrarleg ábyrgð á starfsemi Íþróttamiðstöðvar og tjaldsvæðis. Einnig fagleg og rekstrarleg ábyrgð á félagsmiðstöðinni Ozon, Ungmennahúsi og skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi sem sveitarfélagið kemur að. Mannauðsmál og skipulag opnunartíma falla þar undir
  • Verkefnastjórnun við hátíðahöld og viðburði á vegum Strandabyggðar
  • Verkefnavinna og stefnumótun á sviði tómstunda-, íþrótta- og menningarmála með fagnefndum og sveitarstjórn
  • Viðkomandi leiðir samstarf sveitarfélagsins við félagasamtök og vinnur sérstaklega að nýsköpun og stuðningi við þá hópa sem hafa lítið framboð við hæfi
  • Viðkomandi er starfsmaður Tómstunda-, íþrótta og menningarnefnd sveitarfélagsins, hefur umsjón með Ungmennaráði Strandabyggðar og sinnir samvinnu við nágrannasveitarfélög og á landsvísu

 

Æskileg menntun, færni og eiginleikar

  • Háskólapróf á sviði tómstunda- og félagsmálafræði, í kennslu eða skyldum greinum, sem nýtast í starfi
  • Farsæl reynsla af íþrótta- og tómstundastarfi, einnig reynsla af félagsstörfum með börnum og ungmennum
  • Reynsla af rekstri, stjórnun og stefnumótun, einnig sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Leiðtogahæfileikar, frumkvæði, metnaður, jákvætt hugarfar og hugmyndaauðgi
  • Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að eiga uppbyggileg samskipti við viðkvæma hópa er skilyrði
  • Geta til að tjá sig, í töluðu og rituðu máli er skilyrði

 

Umsóknarfrestur er til 30. desember 2021.

Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Strandabyggðar, s. 451-3510. Umsóknir ásamt starfsferilsskrá, afriti prófskírteina og upplýsingum um meðmælendur sendist til Strandabyggðar á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is eða til skrifstofu Strandabyggðar, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón