A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Íbúafundur í Strandabyggð um sameiningu sveitarfélaga

| 28. september 2021

Fyrirtækið RR-ráðgjöf hefur síðustu mánuði unnið fyrir sveitarfélagið Strandabyggð að greiningu þeirra valkosta sem sveitarfélagið stendur frammi fyrir varðandi sameiningu við önnur sveitarfélög. Markmið verkefnisins er að greina styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri Strandabyggðar, ef til sameiningar kemur. Í því felst jafnframt að greina sameiningarvalkosti.

 

Boðað er til íbúafundar í Strandabyggð þriðjudaginn 5. október kl. 20:00-21:30 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Öll sem áhuga hafa eru boðin hjartanlega velkomin. Fundinum verður einnig streymt á Facebooksíðu Strandabyggðar. Á fundinum verður kynning á verkefninu og leitað sjónarmiða íbúa. Spurt verður hvort Strandabyggð eigi að hefja sameiningarviðræður? Einnig, hvaða valkostir ættu þá að vera í forgangi? Og ennfremur, hver ættu að vera áhersluatriði Strandabyggðar í slíkum viðræðum?

 

Gauti Jóhannesson forseti sveitarstjórnar Múlaþings og fyrrum sveitarstjóri Djúpavogshrepps mun mæta á íbúafundinn. Hann segir stuttlega frá reynslu Djúpavogshrepps við uppbyggingu, eftir að hafa orðið fyrir miklu áfalli árið 2014 þegar meirihluti aflaheimilda í hreppnum voru fluttar annað. Eins mun hann segja frá reynslu sveitarfélagsins af því að taka þátt í sameiningarviðræðum á Austurlandi og hvernig gengur í nýja Múlaþingi. 

 

Á fundinum verður notað rafrænt samráðskerfi svo öll sitji við sama borð, þ.e. bæði þau sem mæta á fundarstað og þau sem fylgjast með í streymi. Auk þess verður boðið upp á spurningar og ábendingar úr sal.

 

Til að taka þátt er notaður vefurinn menti.com og til að taka þátt með þeim hætti þarf að hafa síma, snjalltæki eða tölvu og fara inn á síðuna menti.com. Þar er slegin inn töluröð sem gefinn verður upp á fundinum og þá opnast samráðskerfið.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón