A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Húsbygging í Víkurtúni

Þorgeir Pálsson | 12. júní 2023

Kæru íbúar Strandabyggðar,

 

Í ljósi umræðu á samfélagsmiðlum um húsbyggingu í Víkurtúni, á lóðinni þar sem Lillaróló er núna, er rétt að undirstrika eftirfarandi:  Fyrirhuguð er bygging á 4ra íbúða raðhúsi sem er hugsað sem leiguhúsnæði fyrir tekju- og eignalága einstaklinga.  Það er Brák hses, sem er á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, sem stendur að húsbyggingunni.  Fyrirtækið Landsbyggðarhús ehf (https://www.landsbyggdarhus.is/) mun reisa bygginguna.  Sveitarstjórn hefur staðfest stofnframlag vegna þessarar byggingar og leggur til lóðina, en mun að öðru leyti ekki koma að byggingunni með beinum hætti.  Hins vegar er sveitarfélagið með þessari aðkomu að standa við hlutverk sitt að tryggja framboð á íbúðum í sveitarfélaginu.  Svo má bæta við að í vinnslu er nú skipulag íbúðasvæðis í Brandskjólum, og er sú vinna hluti af endurgerð aðalskipulags Strandabyggðar.

 

Hvað Lillaróló varðar, munum við finna honum annan stað og nýta þau leiktæki sem eru í lagi.  Lillaróló hverfur því ekkert úr samfélaginu, þó hann færi sig á annan stað.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón