A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hörmuleg ljóðlist á Kaffi Galdri

| 11. febrúar 2014
Eiríkur Örn Norðdahl verður á Kaffi Galdri á Hörmungardögum
Eiríkur Örn Norðdahl verður á Kaffi Galdri á Hörmungardögum

Listamennirnir A Rawlings, Eiríkur Örn Norðdahl, Katariina Vuorinen Sachiko Murakami og Marko Niemi taka yfir Kaffi Galdur á laugardeginum og standa fyrir forspá, ljótuljóðakeppni, dimmum frásögnum, sýningu á finnskri þjóðtrú og áslætti. Hér getur allt gerst og þér er boðið með. Komdu við milli 12 og 15 og þáðu vont kaffi meðan þú skrifar þitt hörmungarljóð og njóttu svo sýningarinnar og verðlaunaafhendingar milli 17 og 19.

Á opnu húsi á Kaffi Galdri minni kl. 12 og 15 á laugardegi gefst þér færi á að vera meðal fyrstu einstaklingana í heiminum sem fá framtíðarspá með hjálp internetsins. V'spá útgáfa 2.014 getur veitt þér hjálp í ástarmálum, aðstoðað þig við að gera upp fortíðina og leiðbeint þér við að forðast hræðilega atburði.

Einnig verður hægt að leggja fram ljóð í keppninni um Skelfilegasta ljóð heims. Þeim sem skrifað ljóð er boðið upp á skelfilegt kaffi sér til andagiftar. Leyfilegt er að skrifa á hvaða tungumáli sem er en augljóslega að sigurstranglegra, eða ekki, að skrifa á tungumáli sem dómararnir skilja. Sigurvegarinn hlítur að launum þá dýrð sem fylgir því að hafa höfuðið fullt af hörmulegum kveðskap.

Klukkan 17:00 hefst dimm og hugguleg kósýstund í anda forheimsendis. Sigurvegar í keppninni um skelfilegasta ljóðið verður kynntur ásamt því sem höfundar frá Íslandi, Finnlandi og Kanada flytja bæði undarleg, drungaleg og falleg verk.

Listamennirnir sem að þessu standa eru ekki af verri endanum, allt þekkt nöfn á sínu sviði og kama víða að. Á því leikur enginn vafi að hér er um að ræða einstaka og um leið afar sérstaka upplifun.

A Rawlings, náttúruunnandi sem nú er stödd í fjarlægu landi þar sem jörðin nötrar. Hún kafa dýpra í sjálfsævisögulega greiningu með hverjum skjálfta (http://arawlings.is).

Eiríkur Örn Norðdahl ljóðskáld með meðallíkamshita upp á 36,3 gráður, hæð 198 cm og vegur 84.5 kg. Hann er sömuleiðis bæjarlistamaður Ísafjarðar og hlaut Bókmenntaverðlaunin í fyrra (http://norddahl.org).a

Katariina Vuorinen (f. 1976) er ein sterkasta kvenrödd finnskrar nútíma ljóðlistar. Hún tekst á við spurningar um kvensku og kyngervi, hlutverk, tilveru, ofbeldi og sögu, barnæsku og djúpstæða tengingu við náttúru og innsæi. Hún gaf út sína fyrstu bók árið 2001 og vinnur nú að þeirri fjórðu, samansafni ljóða og prósa um ferðalög

 
Marko Niemi (f. 1974) er finnskt ljóðskáld og þýðandi. Nýjasta bók hans "Suut" ("Mouths") sem inniheldur tilraunakennd ástarljóð, var skrifuð með Miia Toivio en þau hafa komið fram sem ljóðadúettinn Miia & Marko. Niemi var til lengri tíma ritstjóri Nokturno.org, vefsíðu fyrir stafræna, myndræna og hljóðræna ljóðlist. Hann er enn fremur virkur meðlimur í Poesia cooperative, tímariti sem einblýnir á nútíma ljóðlist.


Sachiko Murakami er ljóðaútgefandi. Hún hefur skrifað bækurnar The Invisibility Exhibit og Rebuild og væntanleg er Get Me Out Of Here. Verk hennar á vefnum eru Project Rebuild, HENKŌ, and WIHTBOAM. Hún býr í Toronto, Kanada.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón