A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hólmavík miðsvæðis - fjölmargir fundir í dag

| 18. ágúst 2011
Hamingjudagar á Hólmavík. Mynd JG.
Hamingjudagar á Hólmavík. Mynd JG.
Stjórn og starfsfólk Fjórðungssambands Vestfirðinga mun halda fundi með framkvæmdastjórum sveitarfélaga á Vestfjörðum, sveitarstjórnarfulltrúum, fulltrúum atvinnulífsins og ýmissa stofnanna og fulltrúum ráðuneyta ríkisstjórnarinnar á Hólmavík í dag.

Fundarhaldið hefst með fundi Fjórðungssambands Vestfirðinga og sveitarstjórnarfólki um sóknaráætlun Vestfjarða þar sem undirbúnar verðar tillögur sem lagðar verða fram á Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem haldið verður í Bolungavík 2. - 3. september n.k.

Þá verður þriðji samráðsfundurinn haldinn um verkefnin 16 sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að fylgja eftir á Vestfjörðum. Fjórðungssamband Vestfirðinga hafa sent forsætisráðherra áskorun um að setja á laggirnar undirbúning að stofnun framhaldsskóladeildar á Hólmavík fyrir nemendur í sveitarfélögum á Ströndum og Reykhólahreppi. Fjórðungssamband Vestfirðinga og sveitarfélagið Strandabyggð eru að senda starfandi menntamálaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, erindi vegna þessa og óska eftir fundi með ráðherra til að fylgja málinu eftir.  

Þá verða stjórnarfundir hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og Markaðsstofu Vestfjarða haldnir á Hólmavík síðar í dag.

Hólmavík er miðsvæðis og afar vel staðsett fyrir funda- og ráðstefnuhald. Má í því samhengi nefna að með tilkomu vegarins yfir Arnkötludal er nú nákvæmlega jafn langt til Reykjavíkur og til Ísafjarðar. 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón