A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hamingjulagið 2011 - frestur að renna út!

| 28. apríl 2011

Nú nálgast óðum skilafrestur á lagi í keppni um Hamingjulagið 2011, en hann er til miðnættis föstudaginn 29. apríl. Keppnin sjálf verður haldin kl. 20:00 sunnudagskvöldið 8. maí ef nóg berst af lögum. Lagið má ekki hafa heyrst opinberlega áður og ekki er verra að textinn fjalli að einhverju leyti um hamingjuna, Hólmavík eða Hamingjudaga. Það er þó alls ekki skilyrði.

 

Sú breyting verður gerð að þessu sinni að Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar mun sjá um skipuleggja og kosta stúdíóupptöku og útgáfu á laginu. Allar reglur varðandi keppnina má nálgast með því að smella hér.

 

Skila þarf lögum á geisladisk til Menningarmálanefndar í síðasta lagi föstudaginn 29. apríl, merkt Hamingjudagar á Hólmavík - Lagasamkeppni 2011, Höfðagata 3, 510 Hólmavík. Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá framkvæmdastjóra hátíðarinnar, Arnari Snæberg Jónssyni, í netfanginu tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða í síma 894-1941.

Frekari fréttir af Hamingjudögum 2011 má sjá á vef Hamingjudaga.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón