A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Góðverk á Hörmungardögum

| 13. febrúar 2014

Menntastofnanir sveitafélagsins taka virkan þátt í Hörmungardögum og hafa ákveðið að nýta tækifærið til að minna okkur á hvað við í Strandabyggð höfum það gott, hvernig hagur margra annarra er og hvað við getum gert til að jafna bilið.

Í tilefni af Hörmungardögum hefur Leikskólinn Lækjarbrekka ákveðið að styrkja barn í SOS barnaþorpi. Leikskólinn gengur þar með inn í Sólblómaverkefni SOS og fær reglulega senda fræðslu, uppskriftir og annað úr heimabyggð viðkomandi barns. Einnig fá þau sendar myndir og fréttir af barninu, geta haldið upp á afmæli þess og svo framvegis. Börnin munu sjálf safna fyrir styrknum.


Nemendur fjalla um hörmungar í heiminum með því að setja á svið flóttamannabúðir og kynna þannig fyrir gestum hvernig aðbúnaður flóttafólks er víða. Fólk mun kynnast t.d. stærð matar- og vatnsskammta flóttafólks. Einnig verður fallað um lífsgæði á Íslandi og það sem við getum verið þakklát fyrir. Flóttamannbúðirnar verða opnar á milli 12 og 13.30 föstudaginn 14. febrúar.

Einstaklingar eru hvattir til að taka skólana sér til fyrirmyndar og láta gott af sér leiða á Hörmungardögum og létta þannig náunganum lífið í vetrarhörkunum með því að láta það berast. Hugmyndin að baki láttu það berast (e. Pay it forward) er að gera óeigingjörn góðverk og ætlast einskis í staðinn. Ef að hver og einn gerir þrjú góðverk og hver þeirra gerir sömuleiðis þrjú góðverk þessa sömu helgi verður brátt búið að gera öllum íbúum og gestum Strandabyggðarlífið auðveldara á Hörmungardögum. Þetta þarf ekki að vera mikið, knús hér og mannslíf þar, því eins og allir vita getur bros dimmu í dagsljós breytt. Nýtum tækifærið og notum helgina til að gera hvort annað hamingjusamara, það styttist nú einu sinni í Hamingjudaga.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón