Um þessar mundir er fjöldi fjölskyldna og einstaklinga að leita eftir húsnæði í sveitarfélaginu, bæði fólk sem þarf að flytja milli húsnæða á Hólmavík en einnig fólk sem hefur áhuga á að flytja í Strandabyggð frá öðrum sveitarfélögum. Þá hafa fyrirspurnir eftir byggingarlóðum aukist og hefur byggingarfulltrúa verið falið að undirbúa auglýsingu á þeim lóðum sem til eru og skoða frekari möguleika á deiliskipulagningu fyrir íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn Strandabyggðar fagnar fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum Hornsteina fasteignafélags á þriggja íbúða raðhúsi á Hólmavík. Jafnframt lýsir sveitarstjórn yfir ánægju með að í raðhúsinu verði boðið upp á þrjá mismunandi valkosti í íbúðarstærð sem mætt geti mismunandi þörfum væntanlegra íbúa. Bókun sveitarstjórnar má sjá hér.
								
								
								
								
								
								