A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Framkvæmdir hefjast í Þróunarsetrinu í dag

| 17. nóvember 2011
Frá handverksmarkaði Strandakúnstar. Mynd IV.
Frá handverksmarkaði Strandakúnstar. Mynd IV.
Framkvæmdir á neðstu hæð Þróunarsetursins hefjast í dag. Ætlunin er að koma neðstu hæðinni í nýtanlegt horf en hún hefur staðið auð árum saman fyrir utan að þar hefur Strandakúnst verið með handverksmarkað og fjarfundir farið fram í illa kynntu og hrörlegu rými. Er það mikið fagnaðarefni að hæðin verði framvegis nýtt undir öfluga og fjölþætta starfsemi við viðunandi aðstæður.

Fjölnýtanlegt rými - umsóknir um skrifstofur
Móttaka sveitarfélagsins Strandabyggðar mun færast niður á neðstu hæðina auk þess sem þar verður fundaraðstaða fyrir nefndir og sveitarstjórn og aðra þá sem þurfa að leigja fundaraðstöðu og fjarfundabúnað fyrir stærri og smærri fundi. Þá verður kennslurými á neðstu hæðinni fyrir fræðslu og námskeið sem og fyrirhugaða framhaldsdeild á Hólmavík. Á neðstu hæðinni verður einnig kaffiaðstaða en eldhúsið sem er á efstu hæð Þróunarsetursins verður fært niður til að Þróunarsetrið get mætt eftirspurn eftir skrifstofuhúsnæði. Allar skrifstofur í Þróunarsetrinu eru nýttar í dag en umsóknir hafa borist um tvær skrifstofur til leigu frá og með áramótum. Neðsta hæðin verður einnig nýtt fyrir sýningar og viðburði.

Aðgengi fyrir hreyfihamlaða stóraukið
Með nýju fyrirkomulagi á neðstu hæðinni eiga hreyfihamlaðir óheftan aðgang að fundum sveitarstjórnar og starfsfólki og stofnunum í Þróunarsetrinu. Í Þróunarsetrinu er gríðarlega fjölþætt starfsemi en eftirtaldir aðilar bjóða þar upp á þjónustu:

- Þjóðfræðistofa
- Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða
- Menningarráð Vestfjarða
- Fræðslumiðstöð Vestfjarða
- Náttúrustofa Vestfjarða
- Skrifstofa Strandabyggðar
- Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps
- Tómstundafulltrúi Strandabyggðar

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón