A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fjórðungsþing á Hólmavík, 25-26. október

| 23. október 2019

4. Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga verður haldið hér á Hólmavík dagana 25 og 26 október n.k.  í Félagsheimilinu á Hólmavík.  Reiknað er með gestum frá öllum Vestfjörðum, Dalabyggð og víðar, enda Haustþing mikilvægur vettvangur til að skoða helstu verkefni og áherslurmál fjórðungsins.  Þarna gefst sveitarstjórnarfóki og starfsmönnum sveitarfélaga líka tækifæri til að hitta starfsfélaga sína frá öðrum sveitarfélögum, auk þess að hitta þingmenn, ráðherra og embættismenn. Á föstudadginn verður t.d. Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis með ávarp og þá er reiknað með að samgöngu- og sveitarstórnarráðherra verði hér á laugardaginn þann 26. sem og Aldís Hafsteinsdóttir, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.  Mun ráðherra setja Umhverfislestina svokölluðu af stað.

Starfsmenn Vestfjarðastofu kynna Sóknaráætlun Vestfjarða og halda utan um vinnustofur.  Fyrir áhugasama er hér slóð á frekari upplýsingar um þingið.


https://www.vestfirdir.is/is/malaflokkar/sveitarstjornarmal/haustthing/haustthing-2020

Það má búast við umræðum um Samgönguáætlun, sem nýlega var lögð fram og hefur þegar valdið óánægju víða, en þar má t.d. nefna að Innstrandarvegur (Heydalsá - Þorpar) og vegur um Veiðileysuháls eru settir aftar í röðinni og koma ekki inn á áætlun fyrr en á 2. tímabili áætlunarinnar, eða frá 2025-2029. 

Þá verða sameiningarmál sveitarfélaga rædd og ljóst er að þar bíða krefjandi verkefni margra sveitarfélaga; verkefni sem þau mörg hver hefðu kosið að skipuleggja sjálf, í stað lögþvingaðrar sameingar.

Þrátt fyrir að þessi tvö mál séu mörgum erfið, er engu að síður mikilvægt að ná að ræða þau málefnalega á þessum vettvangi sem Fjórðungsþingið er. 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón