A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga

| 11. október 2011
Fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldin í Reykjavík 13. og 14. október n.k. Salbjörg Engilbertsdóttir skrifstofustjóri í Strandabyggð og Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri munu sitja ráðstefnuna fyrir hönd Strandabyggðar en Ingibjörg er jafnframt ráðstefnustjóri.  

Dagskráin er bæði þétt og fjölbreytt. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga munu flytja erindi.  Þá mun Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga fjalla um fjárhagsleg áhrif kjarasamninga og fjármálareglna á sveitarfélögin, Gunnlaugur Júlíusson sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga
mun fara yfir afkomu sveitarfélaganna árið 2010 og framtíðarhorfur og Lúðvík Geirsson mun fjalla um yfirfærslu á málefnum fatlaðs fólks svo eitthvað sé nefnt.

Sveitarfélög á Íslandi eru 76 talsins. Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón