A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps

| 30. júlí 2013

Sigríður María Játvarðardóttir hefur verið ráðin í starf félagsmálastjóra Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps. María er með meistaragráðu í Fötlunarfræðum frá Háskóla Íslands og próf í Félagsráðgjöf frá Nordland distrikthögskola í Bodö í Noregi auk þess sem hún hefur lokið 15 eininga námi í  Stjórnun og rekstri í heilbrigðisþjónustu frá Endurmenntun Háskóla Íslands. María hefur starfað sem félagsráðgjafi hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins frá árinu 1994, hún hefur sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands við sitt fagsvið, hún var félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg á árunum 1986 – 1993 og félagsráðgjafi á Örva, starfsþjálfunarstað fyrir fatlað fólk í Kópavogi  frá 1985 – 1986 auk annarra fyrri starfa.  

 

Hildur Jakobína núverandi félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps lætur af starfi sínu um mánaðarmótin ágúst – september en mun þó áfram verða félagsþjónustunni innan handar þar til María hefur störf.

 

Við munum fagna komu Maríu í þetta mikilvæga starf um leið og við kveðjum Hildi Jakobínu og þökkum henni fyrir vel unnið brautryðjanda- og mótunarstarf á upphafsárum Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón