A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Dreifnám í Strandabyggð - umsóknarfrestur til 10. júní

| 07. júní 2013
Framhaldsdeild í Strandabyggð á vegum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í samstarfi við heimamenn tekur til starfa næsta haust. Næsta skólaár verður dreifnámsdeildin til húsa í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Eftirtaldar námsgreinar verða í boði á fyrstu önn: enska 102 danska 102 félagsfræði 103 íslenska 102 íþróttir 101 lífsleikni 102 náttúrufræði 103 stærðfræði 102 Þá verður hugað að fornámi í stærðfræði og fleiri kjarnagreinum, ef næg þátttaka fæst. Kennt verður í gegnum fjarfundabúnað frá Sauðárkróki og gert er ráð fyrir námslotum þar í tvær til þrjár vikur á hvorri önn.Auk nemenda úr 10. bekk er námið í framhaldsdeildinni opið öllum sem sækja vilja nám í heimabyggð. Hér er kærkomið tækifæri fyrir þá sem vilja taka þráðinn upp að nýju eftir hlé frá námi. Umsóknarfrestur er til 10. júní. Nánari upplýsingar veita Andrea K. Jónsdóttir, sveitarstjóri og Þorkell V. Þorsteinsson, aðstoðarskólameistari í síma 455-8000. Þá er einnig hægt að panta viðtalstíma hjá Margréti Helgu Hallsdóttur, námsráðgjafa við FNV í síma 455-8000.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón