A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Dalamenn heimsækja Strandamenn

| 17. febrúar 2011
Dalamenn og Strandamenn á góðum  fundi. Mynd Salbjörg Engilbertsdóttir.
Dalamenn og Strandamenn á góðum fundi. Mynd Salbjörg Engilbertsdóttir.

Sveitarstjórnarfólk úr Dalabyggð kom í heimsókn í Strandabyggð í dag og átti góðan fund með sveitarstjórnarfólki hér. Tilgangurinn var fyrst og fremst að kynnast, fara yfir stöðu og sóknarfæri sveitarfélaganna og skoða möguleika á samstarfi. Nýr vegur yfir Arnkötludal hefur gert samstarf Strandamanna við Dalabyggð og Reykhólahrepp mögulegt á heilsársvísu og fjölmörg tækifæri felast í þessari mikilvægu samgöngubót. Má í því samhengi nefna nýlega stofnun sameiginlegrar félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps og ráðningu sameiginlegs félagsmálastjóra á svæðinu.

Á fundinum var rætt um flest það sem snýr að sveitarfélögunum; íbúaþróun, atvinnumál, menntamál, húsnæðismál, ferðaþjónustu, gatnagerð, snjómokstur, löggæslu, refaveiðar og sorphirðu svo eitthvað sé nefnt. Tilefni heimsóknarinnar er sprottið úr íbúaþingi í Dalabyggð þar sem fram kom eindreginn vilji íbúa um að efla samstarf við Strandamenn. Sveitarstjórnarfólk í Strandabyggð fagnar þeim tækifærum sem í því felst og hlakkar til áframhaldandi hugmyndavinnu.

Á myndinni frá vinstri: Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar, Ingveldur Guðmundsdóttir formaður byggðarráðs Dalabyggðar, Sveinn Pálsson sveitarstjóri Dalabyggðar, Katla Kjartansdóttir, sveitarstjórn Strandabyggðar, Jón Jónsson varaoddviti Strandabyggðar, Jón Gísli Jónsson oddviti Strandabyggðar og Halla Steinólfsdóttir oddviti Dalabyggðar.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón