A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Breytingar á nefndum og fundartíma sveitarstjórnar

| 23. nóvember 2011
Mynd JJ.
Mynd JJ.

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti á sveitarstjórnarfundi 1190 sem haldinn var í gær, þær breytingar á samþykktum sveitarfélagsins að sveitarstjórnarfundir verði haldnir mánaðarlega, annan þriðjudag í mánuði og hefjast fundirnir kl. 16:00. Sveitarstjórn samþykkti einnig breytingar á nefndum sveitarfélagsins en þeim hefur verið fækkað úr 7 í 5. Sveitarstjórnarfulltrúar eru formenn nefndanna fyrir utan Velferðarnefnd, sem er sameiginleg nefnd sveitarfélaga á Ströndum og Reykhólahreppi. Markmið með breytingunum er að efla upplýsingaflæði milli nefnda og sveitarstjórnar, dreifa ábyrgð, auka skilvirkni og ná fram sparnaði í rekstri sveitarfélagsins.


Við skipun í nefndir var m.a. haft að leiðarljósi að hver einstaklingur væri aðeins í einni nefnd. Nýjar nefndir eru skipaðar 44 einstaklingum í Strandabyggð í stað 42 einstaklinga sem skipuðu þær 7 nefndir sem voru starfandi áður, þar sem margir einstaklingar voru í fleiri en einni nefnd. Með þessu er lögð áhersla á að lýðræðisleg áhrif og sjónarmið sem flestra komi fram. Þá var þekking og reynsla, kynjaskipting og búseta í dreifbýli og þéttbýli höfð að leiðarljósi þegar skipaðir voru aðal- og varamenn í nýjar nefndir.

Nefndir í sveitarfélaginu Strandabyggð 2011 - 2014 verða skipaðar sem hér segir:


Atvinnu-, dreifbýlis og hafnarnefnd

Aðalmenn

Jón Jónsson formaður

Rúna Stína Ásgrímsdóttir

Jón Vilhjálmur Sigurðsson

Árný Huld Haraldsdóttir

Matthías Lýðsson

 

Varamenn

Andrea Marta Vigfúsdóttir

Rósmundur Númason

Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir

Sverrir Guðbrandsson

Kristín S. Einarsdóttir

 

Fræðslunefnd

Aðalmenn
Ingibjörg Benediktsdóttir formaður

Steinunn Þorsteinsdóttir

Ragnar Bragason

Kristinn Schram

Ingibjörg Sigurðardóttir

 

Varamenn
Guðrún Guðfinnsdóttir

Sigurður Vilhjálmsson

Jóhanna Guðbrandsdóttir

Viktoría Rán Ólafsdóttir

Sigurður Marinó Þorvaldsson

 

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd

Aðalmenn

Katla Kjartansdóttir formaður

Kolbeinn Skagfjörð

Salbjörg Engilbertsdóttir

Steinar Ingi Gunnarsson

Kristjana Eysteinsdóttir

 

Varamenn

Barbara Guðbjartsdóttir

Þorsteinn Newton

Aðalbjörg Guðbrandsdóttir

Jón Eðvald Alfreðsson

Snorri Jónsson

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd

Aðalmenn

Jón Gísli Jónsson formaður

Hafdís Sturlaugsdóttir

Valgeir Örn Kristjánsson

Ingibjörg Emilsdóttir

Stefán Steinar Jónsson

 

Varamenn

Dagrún Magnúsdóttir

Ingimundur Jóhannsson

Elfa Björk Bragadóttir

Lýður Jónsson

Eysteinn Gunnarsson

 

Velferðarnefnd

Aðalmenn

Bryndís Sveinsdóttir

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir

 

Varamenn

Arnar Jónsson

Jóhann Lárus Jónsson

 
Nefndarfólk í Strandabyggð sem nú lætur af störfum fær kærar þakkir fyrir óeigingjarnt starf í þágu sveitarfélagsins Strandabyggðar.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón