Afhjúpun minningarskjaldar í tilefni að því að 400 ár eru liðin frá Spánverjavígunum fer fram við Galdrasýninguna á Hólmavík miðvikudaginn 22. apríl kl. 13-15.
Viðstaddir verða Baskavinir og gestir þeirra sem meðal annars eru menningarstjóri Gipuzkoa héraðs, sýslumaður Vestfjarða og mennta- og menningarmálaráðherra. Athöfnin er öllum opin og eru nærsveitungar þessara merku viðburða sérstaklega hvettir til að mæta og innsigla vinskap Strandamanna og Baska.
Eftirfarandi flytja stutt ávörp:
Esther Ösp Valdimarsdóttir, tómstundafulltrúi Strandabyggðar
Martin Garitano, menningarstjóri Gipuzkoa
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra
Jónas Guðmundsson, sýslumaður Vestfjarða
Eftirfarandi koma fram að þessu tilefni:
Tapio Koivukari fer með sjóferðabæn
Xabier Irujo og Magnús Rafnsson flytja táknræna sáttagjörð
Steindór Andersen fer með vísur úr Fjölmóði eftir Jón lærða
Börn úr leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík syngja og sýna listaverk
Öll velkomin
Afhjúpun minningarskjaldar um Spánverjavígin
21.04.2015
Afhjúpun minningarskjaldar í tilefni að því að 400 ár eru liðin frá Spánverjavígunum fer fram við Galdrasýninguna á Hólmavík miðvikudaginn 22. apríl kl. 13-15.
Viðstaddir verða Baskavinir og gestir þeirra sem meðal annars eru menningarstjóri Gipuzkoa héraðs, sýslumaður Vestfjarða og mennta- og menningarmálaráðherra. Athöfnin er öllum opin og eru nærsveitungar þessara merku viðburða sérstaklega hvettir til að mæta og innsigla vinskap Strandamanna og Baska.
Viðstaddir verða Baskavinir og gestir þeirra sem meðal annars eru menningarstjóri Gipuzkoa héraðs, sýslumaður Vestfjarða og mennta- og menningarmálaráðherra. Athöfnin er öllum opin og eru nærsveitungar þessara merku viðburða sérstaklega hvettir til að mæta og innsigla vinskap Strandamanna og Baska.
