A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 5. desember 2013

Fundur var haldinn í Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 5. desember kl. 20:00 í Félagsheimili Strandabyggðar á Hólmavík. Mætt voru Ásta Þórisdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir, Jóhann Lárus Jónsson, Kristjana Eysteinsdóttir og Júlíus Freyr Jónsson. Esther Ösp Valdimarsdóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

 

Ásta Þórisdóttir formaður setti fundinn.

 


Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

  1. 1.      Fundargerð Ungmennaráðs

Fundargerðir Ungmennaráðs frá 25. nóvember og 4. desember ræddar með tilliti til tímabundinnar opnunar Ungmennahúss í Félagsheimilinu.

 

  1. 2.      Ungmennahús

Gengið um þá staði Félagsheimilisins sem Ungmennaráð taldi vænlega fyrir rekstur Ungmennahúss. TÍM nefndin styður að Ungmennahús fái ýmist bókakompuna eða herbergið undir sviðinu til afnota.  Lagt til að gengið verði um húsnæðið með Einari Indriðasyni slökkviliðsstjóra og farið eftir hans ráðleggingum um viðeigiandi rými.

 

TÍM nefndin telur vænlegt að reka kaffihús í anddyri Félagheimilisins, svo fremi sem hægt sé að rýma það þegar þannig viðburðir eru í húsinu.

 

TÍM nefndinni líst vel á tillögur Ungmennaráðs og fagnar einatt ákvörðun sveitastjórnar.

 

  1. 3.      Útvíkkun á starfi Ozon

Samningar um samstarf við Kaldrananeshrepp liggja hjá sveitastjóra.

Jóhanna Rósmundsdóttir hefur verið ráðin í 10% starfshlutfall.

 

  1. 4.      Val á íþróttamanni ársins í Strandabyggð

Samþykkt um valið skoðuð. Ákveðið að auglýsa eftir tilnefningum á heimasíðu Strandabyggðar. Tilnefningar skulu sendar með rökstuðningi á tomstundafulltrui@strandabyggd.is eigi síðar en 6. janúar. Verðlaunin verða afhent á Íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík 15. janúar 2014.

 

Valið verður á næsta fundi TÍM nefndarinnar fimmtudaginn 9. janúar kl. 20:00

 

 

  1. 5.      Menningarhátíð að vetri

Farið yfir hugmyndir tómstundafulltrúa og ákveðið að halda Hörmungardaga á Hólmavík 14.-16. febrúar 2014. Mikilvægt er að kynna hugmyndina hið fyrsta.

 

  1. 6.      Málefni leiksvæða

Aparólan er tilbúin og gert verður ráð fyrir uppsetningu með undirlagi í fjárhagsáætlun 2014. Rólan mun því vera sett upp í vor.

 

Samkvæmt fjárhagsáætlun á ekki að taka út leiksvæði árið 2014.

 

  1. 7.      Málefni íþróttamiðstöðvar

Umræðu frá síðustu fundum hefur verið vísað til sveitastjóra.

 

  1. 8.      Önnur mál

Engin önnur mál.

 

 

 

Fundi slitið kl. 22:24
 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
 
Ásta Þórisdóttir
Salbjörg Engilbertsdóttir
Jóhann Lárus Jónsson
Júlíus Freyr Jónsson
Kristjana Eysteinsdóttir
 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón