A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íţrótta- og menningarnefnd - 10. janúar 2013

Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 10. janúar kl. 20:00 í Hnyðju að Höfðagötu 3 á Hólmavík. Mætt voru Ásta Þórisdóttir formaður, Salbjörg Engilbertsdóttir, Júlíus Freyr Jónsson og Barbara Guðbjartsdóttir varamaður. Þorsteinn Newton varamaður boðaði forföll. Arnar Jónsson tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.


1. Ársskýrsla tómstundafulltrúa 2012

Árskýrsla tómstundafulltrúa fyrir árið 2012 lögð fram til kynningar. Tómstundafulltrúi fór yfir skýrsluna í stuttu máli.
Nefndin hvetur til þess að gengið verði frá ráðningu starfsmanns í félagsmiðstöðina Ozon sem allra fyrst og jafnframt verði skoðað hversu mikið starfshlutfall hans á að vera með tilliti til nýrra aðstæðna varðandi viðveru í grunnskólanum. Einnig hvetur nefndin til þess að gengið verði frá samningi við HSS um framkvæmdastjórastöðu.

Nefndin þakkar fyrir ársskýrslu tómstundafulltrúa og hvetur stofnanir og starfsstöðvar innan sveitarfélagsins til að gera ársskýrslur um sína starfsemi.

 

2. Gögn frá Sauðfjársetri á Ströndum v/ beiðni um rekstrarsamning

Salbjörg Engilbertsdóttir vék af fundi.
Gögn frá Sauðfjársetri á Ströndum vegna beiðni um rekstrarstyrk til þriggja ára lögð fram. Á sveitarstjórnarfundi nr. 1191 var erindinu vísað áfram til tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar. Samþykkt að vísa erindinu aftur til sveitarstjórnar þar sem nefndin telur sig ekki hafa heimild til að afgreiða það skv. erindisbréfi sínu.
Salbjörg kom aftur inn á fundinn.


3. Íþróttamaður ársins í Strandabyggð

Samþykkt var að auglýsa eftir tilnefningum um íþróttamann ársins á vef Strandabyggðar. Lokafrestur til tilnefninga verði þriðjudaginn 15. janúar. Ákvörðun um íþróttamann ársins verði síðan tekin á fundi hið sama þriðjudagskvöld kl. 20:00. Formaður leitar eftir því við skólastjóra að hægt verði að afhenda verðlaunin á íþróttahátíð Grunnskólans miðvikudaginn 16. janúar.


4. Ungmennaráð Strandabyggðar, tilnefningar

Búið er að ræða við Nemendaráð Grunnskólans á Hólmavík um að skipa tvo aðalfulltrúa og tvo til vara í Ungmennaráð. Ákveðið var að nefndarmenn myndu ræða við einstaklinga sem mögulega myndu vilja sitja í ráðinu og skila þeim niðurstöðum inn á nefndarfund þriðjudaginn 15. janúar.

 

5. Uppfærsla á rekstrarhandbók leiksvæða

Yfirlit yfir framkvæmdir á leiksvæðum í Strandabyggð á síðasta ári lagt fram til kynningar.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hún hafi forgöngu um að skipa í starfshóp sem verði skipaður tómstundafulltrúa, fulltrúa úr sveitarstjórn, úr fræðslunefnd og úr starfsmannahópi grunnskólans. Þessi starfshópur vinni í samráði við nemendur að tillögu um grunnhönnun leiksvæðis á skólalóð Grunnskólans. Brýnt er að vinna starfshópsins hefjist sem fyrst svo grunnhönnun liggi fyrir strax vorið 2013.


6. Önnur mál

a) Nefndin leggur til að sveitarfélagið setji sér ófrávíkjanlega starfsreglu um að allir nýir starfsmenn Strandabyggðar leggi fram sakavottorð við ráðningu.

 

Fundi slitið kl. 22:41

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón