A A A

Valmynd

Skólaráđ 2019-2020

 

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skóla­samfélags um skólahald. Skólastjóri hefur forgöngu um stofnun skólaráðs. Hann situr í skólaráði og stýrir starfi þess. Auk skólastjóra sitja í skólaráði tveir fulltrúar foreldra, tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi annars starfsfólks skólans, tveir fulltrúar nemenda og einn fulltrúi grenndar­samfélags eða viðbótarfulltrúi úr hópi foreldra valinn af öðrum fulltrúum skólaráðs. Staðgengill skólastjóra stýrir skólaráði í forföllum skólastjóra.

http://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/1157-2008

http://www.heimiliogskoli.is/wp-content/uploads/2017/06/Handb%C3%B3k-um-sk%C3%B3lar%C3%A1%C3%B0.pdf


Skólaráð Grunnskólans á Hólmavík

Skólaráð Grunnskólans á Hólmavík er samráðsvettvangur skólasamfélagsins um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar t.d. um skóladagatal, skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun og aðrar áætlanir sem gerðar eru um skólastarfið.


Skólaráð fær til  umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar sem kunna að verða á skólahaldi og starfsemi skólans áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist einnig almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.


Símanúmer og netföng fulltrúa í skólaráði

Fulltrúar nemenda: Október 2019

Fulltrúar foreldra: Október 2019

Fulltrúar kennara: Kolbrún Þorsteinsdóttir og Esther Ösp Valdimarsdóttir.

Fulltrúi almennra starfsmanna:Jóhanna G. Rósmundsdóttir

Fulltrúi grenndarsamfélags: Nicole Krysiak


Funda- og starfsáætlun skólaráðs Grunnskólans á Hólmavík

Ágúst. Funda- og starfsáætlun skólaráðs rædd og uppfærð ef þörf þykir. Starfsáætlun skólans yfirfarin og athugasemdir teknar fyrir. Kennslufyrirkomulag útskýrt. Fyrirkomulag kynningarfunda og viðtala kennara, foreldra og nemenda yfirfarið og rætt. Mötuneytismál.  Samfelldur dagur í 1.-4. bekk  kynntur.
September. Skólanámskrárvinna yfirfarin og rædd. Foreldrafélag, kynna samstarf heimila og skóla, upplýsingamiðlun.
Október. Heimanám, starfshættir nemendaverndarráðs, fjárhagsáætlun. Framkvæmdamál.  
Nóvember. Námsmarkmið skólans m.t.t. aðalnámskrár, framkvæmd agastefnu, nemendafélag, hagsmunamál nemenda.  
Desember. Sérfræðiþjónusta, námsaðlögun, kennsluaðferðir, niðurstöður samræmdra prófa og læsisprófa. Námsmat.  
Janúar. Staða list- og verkgreinakennslu, starfsþróunaráætlun, starfsmannastefna. Staða framkvæmda við skólann.
Febrúar. Stundaskrárrammi næsta vetrar, valgreinar, starfsmannaauglýsingar skóladagatal næsta vetrar.  
Mars. Viðmiðunarstundaskrá, niðurstöður starfsmannasamtala. Námsmat. Samstarf heimila og skóla.  
Apríl. Innritun nemenda, ráðningar starfsmanna, forvarnaráætlun, skólareglur, umhverfisstefna, niðurstöður kannana.  
Maí. Sjálfsmatsáætlun. Skipan bekkjardeilda og starfsmannateyma næsta vetrar, skólahúsnæði og skólalóð, öryggi og aðbúnaður, innkaup námsgagna, matsvinna.
Júní. Ársskýrsla, drög að starfsáætlun næsta árs.

Uppfært október 2019

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Júlí 2024 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nćstu atburđir