A A A

Valmynd

Fréttir

Menningarmálanefnd fundar um Hamingjudaga

| 07. apríl 2010
Fyrsti fundur Menningarmálanefndar Strandabyggðar með framkvæmdastjóra Hamingjudaga 2010 verður haldinn í dag kl 17. Í nefndinni sitja þau Jóhanna Ása Einarsdóttir, Rúna Stína Ásgrímsdóttir, Jón Halldórsson, Kristín Sigurrós Einarsdóttir og Salbjörg Engilbertsdóttir, sem kemur inn í nefndina eftir að Arnar S. Jónsson sagði sig nýverið úr henni vegna mikilla anna. Þá tekur Guðrún Guðfinnsdóttir sæti Kristínar í nefndinni, meðan hún gegnir stöðu framkvæmdastjóra Hamingjudaga í ár. Sem kunnugt er verða sveitarstjórnarkosningar í vor, en ákveðið var í vetur að nefndin starfaði engu að síður þar til framkvæmd og frágangi Hamingjudaga væri lokið.
Á fundinum í dag á meðal annars að velja nefndinni nýjan formann, ræða um hvort lagasamkeppni verði haldin í ár, ræða um hugsanlega aðkomu SEEDS sjálfboðaliðahóps að Hamingjudögum, tímasetja íbúafund vegna Hamingjudaga, ræða fyrstu dagskrárdrög, það er að segja hugmyndir sem fram hafa komið og viðra fleiri hugmyndir. Fundargerðir menningarmálanefndar eru birtar hér á vef Strandabyggðar um leið og þær hafa verið samþykktar af sveitarstjórn.

Framkvćmdastjóri Hamingjudaga ráđinn

| 06. apríl 2010
Kristín S Einarsdóttir
Kristín S Einarsdóttir
Laust fyrir páska var gengið frá ráðningu Kristínar S. Einarsdóttur sem framkvæmdastjóra Hamingjudaga árið 2010. Kristín gegndi starfinu einnig í fyrrasumar og hefur setið í Menningarmálanefnd Strandabyggðar frá upphafi. Hún hefur þegar hafið störf og mun eiga sinn fyrsta fund með Menningarmálanefnd á morgun, miðvikudag. Búið er að setja upp nýjan facebook aðgang fyrir Hamingjudaga og þar er óskað eftir hugmyndum að hljómsveitum og skemmtiatriðum fyrir börn.

Allt fór vel fram á fyrsta degi Hamingjudaga

| 04. júlí 2009
Allt fór vel fram á fyrsta degi Hamingjudaga á Hólmavík sem hófust formlega í gærkvöldi. Meðal dagskrárliða í gær var fjölmennt mótorkrossmót í Skeljavíkurbraut, diskótek fyrir 12-16 þar sem DJ Danni hélt uppi stuðinu og varðeldur. Þá sá galdramaður Strandagaldurs um að setja hátíðina formlega. Þá voru stórtónleikar með Gunnari Þórðarsyni, sem er hólmvíkingur að uppruna  og kom nú í fyrsta skipti fram á Hamingjudögum. Þá léku þeir Bjarni Ómar og Stefán Jónsson fyrir dansi á Café Riis. Talið er að á fimmta hundrað manns hafi verið við varðeld og brekkusöng þar sem presthjónin Sigga og Gulli héldu upp fjörinu ásamt Gunnari Þórðarsyni. Að sögn Björgunarsveitarmanna var allt með friði og spekt á tjaldsvæðinu í nótt. Búast má við að gestum Hamingjudaga fjölgi jafnt og þétt í dag, en mikil skemmtidagskrá er framundan sem líkur með Hamingjudansleik í kvöld með hljómsveitinni Von. Á morgun verða síðan furðuleikar í Sauðfjársetri á Ströndum en þeir eru jafnan einn af hápunktum Hamingjudaga.

Hamingjuhlauparar í startholunum

| 03. júlí 2009
Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Hamingjuhlaup Stefáns Gíslasonar umhverfisfræðings og fyrrum sveitarstjóra á Hólmavík er ein af skemmtilegum nýjungum á hamingjudögum í ár. Stefán hefur undirbúið hlaupið vel og nú hefur hann fengið í lið með sér fimm aðra hlaupara sem ætla með honum alla leið frá Drangsnesi, en síðan er öllum velkomið að slást í för alla leið eða hluta út leiðinni. Lagt verður upp frá Drangsnesi kl 10:08 í fyrramálið. Nánari upplýsingar um tímaáætlun er að finna á þessari slóð.
...
Meira

Dagskráin uppfćrđ og hengdd upp á helstu viđkomustöđum

| 03. júlí 2009
Felix Bergsson kynnir hátíđardagskrána í Klifstúni á laugardaginn
Felix Bergsson kynnir hátíđardagskrána í Klifstúni á laugardaginn
Dagskrá Hamignjudaga hefur verið uppfærð hér á vefnum og verða veggspjöld með henni hengd upp á helstu viðkomustöðum og öðrum áberandi stöðum í bænum í dag. Í dagskránni er einnig að finna upplýsingar um fjölbreytta afþreyingu í boði á Hamingjudögum, opnunartíma þjónustufyrirtækja á staðnum, sýningar sem eru opnar yfir Hamingjudaga, ásamt vefslóðum með nánari upplýsingum um Strandabyggð og Hamingjudaga.

Hamingjudiskur á Café Riis

| 03. júlí 2009
Það hefur verið venja að bjóða upp á sérstakan Hamingjudisk á Cafe Riis  um Hamingjudaga. Þessi girnilegi diskur inniheldur úrval gómsætra smárétta úr eldhúsi snilldarkokksins Báru á Riis. Menningarmálanefnd Strandabyggðar, sem stendur að baki Hamingjudögum, tók smá forskot á sæluna  nú í vikunni. Síðasti fundur nefndarinnar ásamt fulltrúa  frá áhaldahúsi og skrifstofu og framkvæmdastjóra Hamingjudaga, var haldinn á Café Riis og gæddu fundarmenn sér á Hamingjudisk í blíðskaparveðri á pallinum fyrir utan Café Riis.

Draugadagur á Galdrasýningunni

| 03. júlí 2009
Galdramađurinn sem kemur fram á draugadegi.
Galdramađurinn sem kemur fram á draugadegi.
« 1 af 2 »

Á laugardaginn kl 15 hefst draugadagur á Galdrasýningunni á Hólmavík. Galdramaðurinn góðkunni mun án efa kveða niður draug eins og honum einum er lagið. Þessi sami Galdramaður mun bjóða gesti Hamingjudaga velkomna á sérstakri setningarathöfn hamingjudaga sem hefst kl 23:15 á föstudagskvld við Galdrasýninguna.
Gestir Hamingjudaga eru hvattir til að sækja Galdrasýninguna heim um helgina, en þar verður meðal annars hægt að taka þátt í ratleik sem berst víðs vegar um Hólmavík. Á Kaffi galdri sem nýlega var opnað í veitingatjaldi við Galdrasýninguna er boðið upp á gómsætar veitingar, þar á meðal kraftmikla kjötsúpu sem enginn verður svikinn af.

"Hver á sér fegra föđurland" vel fagnađ

| 03. júlí 2009
Svavar Knútur
Svavar Knútur
Tónleikunum "Hver á sér fegra föðurland" sem fram fóru í Hólmavíkurkirkju fyrr í kvöld var gríðarlega vel tekið. Á tónleikunum komu fram Svavar Knútur, Helgi Valur og hljómsveitin Árstíðir. Voru þessir tónleikar hluti af ferð þeirra um landið og þeirra áttundu tónleikar á sjö dögum. Þeir fimmtíu gestir sem komu í kirkjuna fögnuðu ákaft í lok tónleika, enda sérlega einlægir tónlistarmenn þarna á ferð og flutningur þeirra vandaður. Myndir frá tónleikunum eru í myndasafni hér á vef Hamingjudaga.

Vel mćtt á Vestfjarđavíkinginn

| 02. júlí 2009
Einn af kraftajötnunum kemur tunnunni upp á sundlaugarbakkann.
Einn af kraftajötnunum kemur tunnunni upp á sundlaugarbakkann.
Fyrsta keppnisgreinin í Vestfjarðavíkingnum fór fram í sundlauginni á Hólmavík í dag. Fjöldi fólks lagði leið sína þangað til að fylgjast með átökum kraftajötnanna sem fengu það verkefni að flytja tunnur með 120 lítrum af vatna úr miðri sundlauginni og koma þeim upp á bakkann. Ellefu keppendur taka þátt í þessari kraftakeppni í ár og héldu þeir ásamt fylgdarliði og sjónvarpsfólki áfram för sinni í Heydal strax eftir að keppni lauk á Hólmavík í dag. Blíðskaparveður var á Hólmavík í allan dag, eins og sjá má á myndum frá Vestfjarðavíkingnum sem er að finna í myndaalbúmi hér á vef Hamingjudaga.

Ljósmyndasýning Listaháskóla unga fólksins

| 02. júlí 2009
Ţátttakendur í ljósmyndanámskeiđi ásamt Ágústi Atlasyni leiđbeinanda.
Ţátttakendur í ljósmyndanámskeiđi ásamt Ágústi Atlasyni leiđbeinanda.
Ljósmyndasýning Listaháskóla unga fólksins hefur nú verið sett upp utandyra skammt frá gatnamótum Vitabrautar og Hafnarbrautar á Hólmavík. Þar gefur að líta afrakstur þátttakenda í námskeiðí í stafrænni ljósmyndun sem fram fór í byrjun júní. Fimm tóku þátt í námskiðinu, þau Arnór Jónsson, Ásdís Jónsdottir, Dagrún Ósk Jónsdóttir, Gunnur Arndís Halldórsdóttir og Stella Guðrún Jóhannsdóttir.
Eldri fćrslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón