A A A

Valmynd

Fréttir

Mígandi hamingja á Hólmavík!

| 30. júní 2010
Laglausi kórinn, léttmessa, hamingjulaup, hnallþórur, furðuleikarnir og fiskur á Hamingjudögum á Hólmavík 1 - 4 júlí.

 

Strandamenn eru ekki venjulegt fólk og því er það engin venjuleg dagskrá sem boðið verður upp á á Hamingjudögum Strandamanna sem haldnir verða á Hólmavík í sjötta sinn dagana 1. - 4. Júlí næstkomandi. Strandamenn eru sem betur fer ekki við hestaheilsu og því setja hrossasjúkdómar ekki strik í reikninginn þegar þeir ætla að gera sér glaðan dag.
Boðið er upp á gríðarlega fjölbreitta dagskrá þar sem grín og glens er í fyrirrúmi en þó fyrst og fremst helber hamingja enda er það vísindalega sannað að Strandamenn eru hamingjusömustu íbúar jarðarkringlunnar. Á Ströndum brosir hver einasti maður hringinn, og jafnvel einn og hálfan, hvernig sem viðrar og sama hvaða hörmungar dynja á heimsbyggðinni.
Meðal þess sem hægt er að berja augum og taka þátt í á Hamningjudögum er kassabílasmiðja, Hamingjuhlaup, götuleikhús, brúðuleikhús, hnallþóruhlaðborð, söngvakeppni barnanna, hamingjudansleikur, léttmessa í Hólmavíkurkrikju, Furðufataball fjölskyldunnar og Furðuleikar Sauðfjársetursins þar sem meðal annars er keppt í kvennahlaupi, trjónufótbolta og fleiri stórfurðulegum íþróttagreinum.
Þá koma fram á hátíðinni tónlistarmennirnir Svavar Knútur og Raddbandafélag Reykjavíkur, Geirmundur Valtýsson, hljómsveitin Hraun og Jón á Berginu. Ennfremur töframaðurinn Jón Víðis og tveir af undarlegustu mönnum landsins, Gísli Einarsson, fréttamaður og Rögnvaldur Gáfaði láta gamminn geysa í uppistandi við setningu hátíðarinnar á Kópnesi.
Hvað sem öðru líður þá á það að vera líðum ljóst að hamingjan á lögheimili á Ströndum og það getur hver sem er sannreynt um þessa helgi.
Nánari upplýsingar gefur Kristín Sigurrós Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Hamingjudaga. S: 8673164

Kassabílasmiđjan hefst á miđvikudaginn

| 28. júní 2010
Kassabílasmiðjan sem frá upphafi hefur verið órjúfanlegur hluti af Hamingjudögum hefst að þessu sinni eftir hádegi á miðvikudaginn og verður frá kl 13-17 þann dag og einnig á fimmtudaginn. Verði einhverjir bílar ókláraðir þá gefst færi á að klára á föstudaginn. Þeir sem eru að smíða nýja bíla frá grunni þurfa að koma með dekk á bílana og ef til vill sæti en timbur verður á staðnum og málning. Kassabílasmiðjan er við Handverkshús Hafþórs á Höfðagötu og þar fer hið stórkostlega kassabíarallý fram á laugardaginn kl 12:30-13:30.

Svavar Knútur og Raddbandafélag Reykjavíkur stilla saman strengi sína

| 22. júní 2010
Hamingjudagar á Hólmavík innihalda sem fyrr heilmikla tónlistarveislu. Föstudagskvöldið 2. júlí munu Svavar Knútur og Raddbandafélag Reykjavíkur halda sameiginlega tónleika í Bragganum á Hólmavík. Tónleikarnir hefjast kl 20 og miðaverð er krónur 1.500.- en frítt fyrir börn.
Svavar Knút ætti vart að þurfa að kynna, en hann hefur spilað víða um land með hljómsveitinni Hraun eða einn og sér. Undanfarna fimm mánuði hefur Svavar verið á tónleikaferðalagi um Ástralíu og hefur auk þess gegnum tíðina haldið tónleika víða um heim. Þetta er í annað sinn sem Svavar heiðrar Hamingjudaga með nærveru sinni en í fyrra hélt hann tónleika í Hólmavíkurkirkju ásamt Árstíðum. Nánari upplýsingar um Svavar Knút og tónlist hans er að finna á vefsíðunni myspace.com/mrknutur auk þess sem hann er á facebook.
Raddbandafélag Reykjavíkur er sönghópur sem hefur faglegan metnað að leiðarljósi en félagslega hliðin er aldrei langt undan og léttleiki svífur yfir vötnum. Hvort tveggja er látið haldast í hendur og vera gagnverkandi í allri starfsemi sönghópsins. Viðfangsefnin spanna vítt svið og tekur kórinn fyrir lög af ólíkum stíltegundum og frá ólíkum tímabilum tónlistarsögunnar og syngur Raddbandafélagið hvort sem er án eða með undirleiks. Á fjölbreyttri efnisskrá sönghópsins er m.a. að finna íslensk og erlend þjóðlög og sönglög, barbershop lög og erlend dægurlög í léttri sveiflu. Stjórnandi Raddbandafélagsins er Steingrímur Þórhallsson sem um tíma var tónlistarkennar og organisti á Hólmavík en hefur í nokkur ár verið organisti í Neskirkju. Upplýsingar um Raddbandafélagið er að finna á vefsíðunni Raddbandafélag.is.

Hamingjudagar 2010 hefjast međ stórtónleikum í Bragganum

| 19. júní 2010
Eyţór Ingi Gunnlaugsson
Eyţór Ingi Gunnlaugsson

Hamingjudagar á Hólmavík 2010 hefjast með stórtónleikum í Bragganum fimmtudagskvöldið 1. júlí. Um er að ræða Deep purple tribute þar sem fimm manna hljómsveit stígur á stokk með rúmlega tveggja tíma prógram. Hólmvíkingurinn Jón Ingmundarson leikur á hljómborð og Eyþór Ingi Gunnlaugsson, sem er meðal annars þekktur úr bandinu hans Bubba syngur. Aðrir hljóðfæraleikarar eru Andri Ívarsson gítarleikari, Gunnar Leó Pálsson sem leikur á trommur og Arnar Ingi Hreiðarsson bassaleikari.

Það er því um að gera að taka kvöldið frá fyrir þennan stóra tónlistarviðburð. Miðaverð er kr 1.500 og verða tónleikarnir í Bragganum. Miðasala hefst við innganginn kl 20:15.

Þess má geta að eftir stórbættar samgöngur til Hólmavíkur á síðasta ári tekur aðeins um tvo tíma að aka þangað úr Borgarnesi, klukkutíma úr Búðardal, tvo tíma frá Hvammstanga, 40 mínútur frá Reykhólum og tvo og hálfan tíma frá Ísafirði. Hólmavík er því meira miðsvæðis en flestir aðrir þéttbýlisstaðir á landsbyggðinni.

Hverfafundir vegna Hamingjudaga 2010

| 09. júní 2010
Skreytingar í gula hverfinu
Skreytingar í gula hverfinu

Hverfafundir vegna Hamingjudaga 2010 verða haldnir á næstu dögum, eins og fram kemur í nýútkomnu fréttabréfi vegna Hamingjudaga. Framkvæmdastjóra barst í dag sú góða og réttmæta ábending að í fréttabréfinu kæmi dagsetning hátíðarinnar hvergi fram, en hátíðin verður eins og undanfarin ár haldin fyrstu helgina í júlí, eða dagana 2.-4. júlí.
Á hverfafundum verður kynnt sú dagskrá sem þegar liggur fyrir og kynnt hverjir verða skreytingarstjórar (tveir í hverju hverfi).

...
Meira

Keppt milli laganna tveggja sem bárust í Hamingjulagakeppnina 19. maí

| 06. maí 2010
Valiđ verđur milli tveggja innsendra Hamingjulaga ţann 18. maí
Valiđ verđur milli tveggja innsendra Hamingjulaga ţann 18. maí
Aðeins bárust tvö lög í keppni um lag Hamingjudaga þetta árið. Því hefur verið ákveðið að í stað þess að halda sérstakan viðburð fyrir keppnina eins og til stóð að gera á morgun verði keppnin milli þessara tveggja laga fléttuð inn í tónleikana Tónaflóð sem fram fara 19. maí. Þar koma fram nemendur tónskólans á Hólmavík ásamt fullorðnu tónlistarfólki úr sveitarfélaginu sem leggur þeim lið á þessum tónleikum sem haldnir eru í fjáröflunarskyni.

Íbúafundir ađ baki - búiđ ađ tilkynnar um hljómsveit og fullt af hugmyndum!

| 05. maí 2010
Hljómsveitin Hraun leikur á Hamingjudansleiknum í ár
Hljómsveitin Hraun leikur á Hamingjudansleiknum í ár
Nú eru að baki íbúafundir um Hamingjudaga en segja má að þeir hafi verið þrír þetta árið. Fyrst var haldinn hugarflugsfundur með nemendum í 7.-10. bekk Grunnskólans á Hólmavík, síðan opinn fundur í félagsheimilinu á Hólmavík og loks kynning á súpufundi á Café Riis í hádeginu síðastliðinn fimmtudag. Á öllum þessum fundum kom fram fjöldi frábærrra hugmynda sem vert er að taka til nánari skoðunnar. Einnig er þarna fjöldi hugmynda sem aðrir sem standa fyrir framkvæmdum og viðburðum í sveitarfélaginu geta nýtt sér, enda alveg ljóst að ekki tekst að framkvæma þær allar í tengslum við Hamingjudaga, að minnsta kosti ekki þetta árið.
Hugmyndirnar eru taldar upp hér fyrir neðan:
...
Meira

Búiđ ađ velja hljómsveit og kynnir fyrir útidagskrá!

| 28. apríl 2010
Ţví verđur haldiđ leyndu til kvölds hvađa hljómsveit leikur á Hamingjudögum!
Ţví verđur haldiđ leyndu til kvölds hvađa hljómsveit leikur á Hamingjudögum!
Það heyrir helst til tíðinda af undirbúningi Hamingjudaga að búið er að velja hljómsveit á dansleikinn og kynnir fyrir útiskemmtun í Klifstúni á laugardegi. Þetta verður þó ekki tilkynnt formlega fyrr en á opnum kynningarfundi sem verður í félagsheimilinu á Hólmavík kl 19:30 í kvöld og á súpufundi sem verður kl 12 á Café Riis á morgun, fimmtudag. Það er því um að gera að mæta á fundina, fá nýjustu fréttir og leggja sitt til málanna, því leitað verður eftir hugmyndum og ábendingum fundargesta.

Kynningarfundir um Hamingjudaga

| 27. apríl 2010
Frá kökuhlađborđi á Hamingjudögum
Frá kökuhlađborđi á Hamingjudögum
Í þessari viku verða haldnir kynningarfundir um Hamingjudaga. Opinn fundur verður í Félagsheimilinu á Hólmavík á miðvikudagskvöldið, 28. apríl kl 19:30. Verður sá fundur hugarflugsfundur þar sem leitað verður eftir hugmyndum og lausnum frá viðstöddum. Einnig verða kynntar þær hugmyndir og ákvarðanir varðandi Hamingjudaga sem þegar liggja fyrir. Reiknað er með að þessum fundi ljúki kl 21 svo það er um að gera að leyfa yngri kynslóðinni að mæta líka og færa fram sínar hugmyndir. Í hádeginu á fimmtudaginn verða Hamingjudagar svo kynntir á vikulegum súpufundi Þróunarsetursins og Arnkötlu sem haldinn er á Café Riis og hefst kl 12:00. Þar verður sömuleiðis almenn kynning á Hamingjudögum og leitað eftir hugmyndum og umræðum. Súpufundurinn er að venju sendur út í gegnum netviwer.

Lagasamkeppni Hamingjudaga

| 13. apríl 2010
Menningarmálanefnd Strandabyggðar hefur ákveðið að efna til lagasamkeppni vegna Hamingjudaga á Hólmavík 2010. Slík keppni var haldin fyrstu árin sem Hamingjudagar voru haldnir en féll niður í fyrra. Að þessu sinni er frestur til að skila inn lagi í keppnina til 3. maí næstkomandi og skal skila texta lagsins í síðasta lagi mánudaginn 3. maí., á skrifstofu Strandabyggðar eða í pósti, utanáskriftin er:
Hamingjudagar á Hólmavík-lagasamkeppni
Hafnarbraut 19
510 Hólmavík.

Að þessu sinni er heimilt að flytja lagið með eigin undirleik á úrslitakeppninni, svo ekki er nauðsynlegt að skila inn Demo eða lokaútgáfu lagsins.
Merkja skal texta með nafni lags og nafni og símanúmeri þess sem flytur lagið í úrslitakeppninni. Flytjandinn verður tengiliður höfundar varðandi undirbúning og flutning lagsins í lokakeppninni. Nafn höfundar ásamt heimilisfangi og símanúmeri skal fylgja með í lokuðu umslagi merkt með nafni lags og dulnefni höfundar.
Höfundur lagsins skuldbindur sig til að koma lokaútgáfu lagsins í þann búning sem hentar til spilunar í útvarpi fyrir 31. maí 2010.
Nánari upplýsingar gefur Kristín Sigurrós Einarsdóttir í síma 8673164 eða gegnum netfangið hamingjudagar@holmavik.is.
Eldri fćrslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón