A A A

Valmynd

Fréttir

Hrönn spámiđill verđur á stađnum

| 19. júní 2009
Hrönn Friđriksdóttir spámiđill hefur stađfest komu sína á Hamingjudaga á Hólmavík. Hrönn heldur úti heimasíđunni spamidill.com og ţar segir:
Ég hef veriđ skyggn frá fćđingu, og hef haft spámiđlun ađ ađalstarfi síđan 2000. Ţó ég sé skyggn einbeiti ég mér ađ ţeim einstaklingum sem til mín koma. Ég legg áherslu á ađ skođa nútíđ og framtíđ, leitast viđ ađ finna út hćfileika og styrkleika hvers og eins, og hvernig best er ađ nýta ţá. Ástarmál, vinna, fjármál, heilsa, fjölskylda og framtíđ barna eru skođuđ svo dćmi séu tekin. Viđ vinnu mína nota ég kristalskúlu og blóma-, sígauna- og zenspil.
Hrönn ćtlar ađ bjóđa upp á styttri og ódýrari tíma fyrir gesti hamingjudaga og verđur međ ađstöđu viđ Höfđagötu, í húsi Ásdísar Jónsdóttur. Hćgt er ađ setja sig í samband viđ hana gegnum netfangiđ hronn@spamidill.com eđa í síma 861 2505. Tímasetningar verđa nánar auglýstar í dagskrá Hamingjudaga.

Dagskráin uppfćrđ

| 19. júní 2009
Frá Hamingjudögum. Ljósm.: Jón Halldórsson
Frá Hamingjudögum. Ljósm.: Jón Halldórsson
Dagskrá hamingjudag er nú óðum að mótast og eru uppfærslur á henni gerðar nánast daglega, jafnharðan og upplýsingar um viðburðir og atriði berast og eru staðfestar. Dagskrána er að finna undir hnappnum dagskrá, sem kemur í ljós þegar smellt er á hnappinn Hamingjudagar vinstra meginn á vefnum. Í byrjun næstu viku verður gengið endanlega frá tónlistaratriðum þeirra heimamanna sem færa okkur Hamingjutóna þetta árið. Ef einhverjir luma ennþá að tónlist eða öðrum skemmtiatriðum í pokahorninu eru þeir hinir sömu hvattir til að setja sig í samband við framkvæmdastjóra.
Prentaðri dagskrá verður dreift í 5000 eintökum í nágrannabyggðarlög í lok næstu viku og einnig verður henni dreift á hátíðinni. Þá stendur til að setja prentvæna útgáfu hér á vefinn þegar nær líður.

Skreytingarstjórar

| 18. júní 2009
Skipaðir hafa verið skreytingarstjórar í hverju hverfi fyrir sig vegna Hamingjudaga. Undanfarin ár hefur það færst í vöxt að hverfin taki sig saman og skreyti í sameiningu, t.d. með veifum, máluðum steinum eða skiltum. Tilgangurinn með því að skipa skreytingastjóra er einkum sá að fela þeim frumkvæði að slíkri vinnu og jafnvel efnisöflun ef þarf. Eftir sem áður þurfa allir íbúar að vera virkir í þessari vinnu og eru hugmyndaríkir einstaklingar hvattir til að koma hugmyndum á framfæri í sínum hverfum.
Skreytingarstjórar eru:
Rauða hverfið: Salbjörg Engilbertsdóttir
Appelsínugula hverfið: Ingibjörg Fossdal
Bláa hverfið: Guðrún Guðfinnsdóttir
Eru allir hvattir til að vera tímanlega í skreytingum þetta árið, en á fimmtudegi hefst dagskrá sem verður tengd við dagskrá hamingjudaga, annars vegar keppnisgrein í Vestfjarðavíkingnum og hins vegar tónleikar með Svavari Knúti, Árstíðum og Helga Val.
Veittar verða viðurkenningar fyrir best skreytta húsið, best skreytta hverfið, best skreytta fyrirtækið/stofnunina og flottustu "fígúruna."

Plantađ í blómakörfur

| 12. júní 2009
Falleg rauđ blómakarfa
Falleg rauđ blómakarfa
« 1 af 5 »
Blómakörfur þær sem prýða ljósastaura á Hólmavík hafa frá upphafi verið hluti af skreytingum á Hamingjudögum. Í körfunum eru blóm í einkennislit hvers hverfis og setja þær því skemmtilegan svip á staðinn ásamt öðrum skreytingum. Drífa Hrólfsdóttir hefur haft veg og vanda af undirbúningi blómakarfanna þetta árið og notið til þess aðstoðar Sigríðar Drífu Þórólfsdóttur og nokkurra blómarósa úr vinnuskólanum. Drífa smellti af nokkrum myndum fyrir vefinn og er hægt að fletta þeim hér til hliðar.

Kassabílasmiđjan í undirbúningi

| 11. júní 2009
Hin vinsæla Kassabílasmiðja sem Hafþór Ragnar Þórhallsson handverksmaður hefur haft veg og vanda að undanfarna Hamingjudaga mun fara í gang 1.júlí. Kassabílarallý sem að venju fer fram á laugardagsmorgni á Hamingjudögum hefur löngum skipað sér sess sem ómissandi hluti af Hamingjudögum.

Hafþór vill koma því á framfæri að honum hefur ekki tekist að byrgja sig eins vel upp af dekkjum og áður og því ættu þeir sem vilja smíða nýja bíla frá grunni að horfa í kringum sig eftir dekkjum. Þá eru þeir sem kynnu að eiga dekk undan ónýtum reiðhjólum, sláttuvélum, barnavögnum eða öðru slíku beðnir um að leggja smiðjunni lið og koma dekkjunum til Hafþórs.
Einnig verður hægt að gera upp og gera við gamla kassabíla. Margir eiga góða bíla frá fyrri árum sem má nýta áfram.

Skráning í smiðjuna er á netfanginu hamingjudagar@holmavik.is Hún mun starfa eftir hádegi dagana 1.-3. júlí.

KK og Maggi međ tónleika í Bragganum á laugardegi um Hamingjudaga

| 10. júní 2009
KK og Maggi Eiríks
KK og Maggi Eiríks
Staðfest hefur verið að KK og Magnús Eiríksson verða með tónleika í Bragganum á laugardegi um Hamingjudaga, eða 4. júlí. Tónleikarnir hefjast kl 21:00. Síðast voru þeir félagar með tónleika á Hólmavík á mikilli tónlistarveislu á vegum Café Riis og Braggans sem haldin var í ágúst 2003.  Á tónleikunum munu þeir án efa kynna ferðalög sín sem notið hafa mikilla vinsælda.

Hamingjubolir komnir í sölu

| 09. júní 2009
Fyrstu hamingjubolirnir-í ár eru ţađ svartir međ silfri og hvítir međ gulli
Fyrstu hamingjubolirnir-í ár eru ţađ svartir međ silfri og hvítir međ gulli
Nú er bolir með merki hamingjudaga komnir í sölu í Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík. Að þessu sinni voru pantaðir samskonar bolir og í fyrra, þ.e.a.s. hvítir með gylltu prenti og svartir með silfruðu prenti. Þá er nóg til af sundpokum (eplagrænum með bláu eða bleiku prenti) og blöðrum í hverfislitum. Hverfislitir verða þeir sömu og í fyrra. Vilja aðstandendur hamingjudaga hvetja alla til að fara að skreyta hið fyrsta.
Verðin eru eftirfarandi:
Barnastærðir: 1500
Fullorðins: 2200
Kvensnið: 2500 (aðsniðnir úr þykkara efni)
Gamlir bolir: 1500 (ýmsir litir til ennþá)
Sundpokar: 500
Blöðrur: 600 kr pokinn

Annar fundur međ Menningarmálanefnd

| 26. maí 2009
Andlitsmálun setur gjarnan svip á yngstu gesti hamingjudaganna
Andlitsmálun setur gjarnan svip á yngstu gesti hamingjudaganna
Seinnipartinn í dag fór fram annar fundur framkvæmdastjóra Hamingjudaga með Menningarmálanefnd Strandabyggðar. Farið var yfirhugmyndir og umræður sem fram komu á íbúafundinum í gær. Einnig yfir praktísk atriði eins og leyfi, gæslu og hljóðmál, en viðræður standa yfir við aðila sem að þeim koma.
Ákveðið var að panta inn í þau númer sem vantar af bolum sem prentaðir voru í fyrra og verða bolirnir í sölu í upplýsingamiðstöðinni þegar hún opnar um næstu mánaðarmót.
Nú er leitað eftir skemmtiatriðum frá heimamönnum, bæði á útvisvið á laugardegi og við kökuhlaðborð á útisviði á laugardagskvöldi. Þá vantar skreytingarstjóra í hvert hverfi, en lagt er til að hverfin taki sig til um skreytingardag þar sem sameiginlegum skreytingum gatnanna verði komið upp og síðan jafnvel endað með götugrilli. Loks vantar fólk í dómnefndir fyrir kökukeppni, söngkeppni barna og skreytingaverðlaun. Þeir sem eru áhugasamir um að taka eitthvað af ofangreindu eða önnur tilfallandi verkefni að sér eru beðnir að snúa sér til framkvæmdastjóra eða senda tölvupóst á netfangið hamingjudagar@hamingjudagar.is.

Íbúafundur um hamingjudaga í kvöld

| 25. maí 2009
Á Hamingjudögum 2005 afhenti Lionsklúbbur Hólmavíkur hjartstuđtćki í Íţróttamiđstöđina á Hólmavík
Á Hamingjudögum 2005 afhenti Lionsklúbbur Hólmavíkur hjartstuđtćki í Íţróttamiđstöđina á Hólmavík
Íbúafundur um bæjarhátíðina Hamingjudaga á Hólmavík verður haldinn í kvöld, mánudaginn 25. maí kl. 20:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Kristín S. Einarsdóttir framkvæmdastjóri Hamingjudaga kynnir þar drög að dagskrá og leitar jafnframt eftir hugmyndum og framlagi íbúa. Þegar hefur verið ákveðið að hljómsveitin Von frá Sauðárkróki muni leika á dansleik á laugardagskvöldinu um Hamingjudaga og Svavar Knútur og KK og Maggi Eiríks munu leika á tónleikum á Hólmavík sömu helgi, en hátíðin verður 3.-5. júlí þetta árið.

Reiknað er með að dagskrá hefjist jafnvel strax á fimmtudagskvöld. Á laugardegi er gert ráð fyrir kassabílarallýi, útidagskrá, tónleikum og dansleik ásamt hinu geysivinsæla tertuhlaðborði. Þá er vonast til að afþreying eins og listasýningar, íþróttaviðburðir og sjóstangveiði verði á sínum stað. 

Hljómsveitin Von ráđin á Hamingjudaga

| 16. maí 2009
Hljómsveitin Von
Hljómsveitin Von
Gengið hefur verið frá samningu við hljómsveitina Von frá Sauðárkróki sem mun leika á dansleik á laugardagskvöldi á Hamingjudögum. Eins og undanfarið fer sá dansleikur frá í Félagsheimilinu á Hólmavík.
Hljómsveitina Von skipa þeir Ellert Heiðar Jóhannsson söngur, Sigurpáll Aðalsteinsson á hljómborð, Guðni Bragason á bassa, Sorin M. Lazar á gítar og Gunnar I. Sigurðsson á trommur.
Nánari upplýsingar og sýnishorn af tónlist þeirra er að finna á heimasíðu hljómsveitarinnar, www.von.is.
Eldri fćrslur

Facebook

Hamingjumyndir

Sigríđur Óladóttir
Vefumsjón