A A A

Valmynd

Fréttir

Dagskráin komin inn!

| 23. júní 2011
Þá er búið að birta dagskrá Hamingjudaga fyrir árið 2011 hér á vefnum. Hún er ekki alveg endanleg, en er þó afskaplega nálægt því. Endilega kíkið á hana með því að smella hér og deilið henni með eins mörgum og þið mögulega getið á Facebook, Twitter o.s.frv. Dagskráin verður síðan gefin út í "föstu formi" og send með landpóstinum til allra Strandamanna og fjölmargra nágranna þeirra nk. mánudag. Þangað til er rétt að fylgjast vel með hér á vefnum! :)
 

Pollapönkarar mćta á Hamingjudaga!!

| 22. júní 2011
Litríkir Pollapönkarar
Litríkir Pollapönkarar
Hamingjudagar fá aldeilis frábæra gesti á kvöldvöku á Klifstúni föstudagskvöldið 1. júlí. Það eru engir aðrir en snillingarnir í Pollapönk sem ætla að kíkja á svæðið og sparka hamingjunni í gang með útitónleikum fyrir gesti Hamingjudaga. 

Hljómsveitin hefur gefið út plöturnar Pollapönk og Meira Pollapönk, en hljómsveitin er skipuð leikskólakennurunum og pönkurunum Haraldi F. Gíslasyni og Heiðar Erni Kristjánssyni sem hafa oft verið kenndir við rokksveitina Botnleðju. Með þeim í hljómsveitinni spila og syngja Arnar Þór Gíslason og Guðni Finnsson úr Ensími.

Það ætti enginn að verða svikinn af þessari frábæru heimsókn þeirra félaga, en ef svo ólíklega vill til að menn verði fyrir vonbrigðum er alla vega tryggt að vælubíllinn verður á svæðinu líka :)
 

Undir áhrifum náttúrunnar - listverkasýning

| 22. júní 2011
Sýningin Undir áhrifum náttúrunnar
Sýningin Undir áhrifum náttúrunnar
Þrjár flottar listsýningar koma til með að prýða Hamingjudaga í ár. Hér er sú fyrsta kynnt til leiks.
Erna Björk Antonsdóttir sýnir mósaikverk sín á neðstu hæð Þróunarsetursins (í gamla kaupfélaginu) um Hamingjudaga. Erna  nam í Mosaic Art School í Ravenna á Ítalíu, en verk hennar hafa sterkar tengingar í íslenska náttúru. Nýtir hún m.a.steina og skeljar í myndverkin og hefur undanfarið unnið verk af fiskum og skelfiskum úr smalti. Lítið sjávarþorp eins og Hólmavík hæfir því vel sem umgjörð um verk Ernu Bjarkar sem mun einnig vinna verk á meðan á sýningunni stendur. Gestir og gangandi fá því gullið tækifæri til að að sjá handtökin sem skapa þessi einstöku listaverk. Nánar má fræðast um þau á vefnum www.mosaic.is.
  

Frábćrar smiđjur í bođi fyrir börn og unglinga

| 21. júní 2011
Origamisnillingarnir Bjössi og Jonni í smiđjuhug
Origamisnillingarnir Bjössi og Jonni í smiđjuhug

Það verða ekki bara smiðjur fyrir fullorðna fólkið á Hamingjudögum (sjá hér og hér). Börn og unglingar fá tækifæri til að sækja ókeypis smiðjur í Félagsheimilinu á Hólmavík. Í raun er um að ræða fjórar smiðjur - flugdrekasmiðju, tilraunasmiðju, origamismiðju og töfrasmiðju - sem verða í gangi frá kl. 10:00-12:00 laugardaginn 2. júlí.

Þeir Björn Finnsson og Jón Víðis Jakobsson hafa umsjón með smiðjunum, en þeir hafa mikla reynslu af vinnu með ungu fólki. Þeir verða einnig á hátíðarsvæðinu á laugardeginum milli kl. 13:00 og 17:00 með blöðrur og origami... og kannski koma nokkrar kanínur úr hatti töframannsins!
 

Tómas Ponzi teiknar á Hamingjudögum

| 20. júní 2011
Portrett af garlagarli -
teiknađ af Tómas Ponzi
Portrett af garlagarli - teiknađ af Tómas Ponzi
Einn af fjölmörgum góðum gestum Hamingjudaga í ár er Tómas Ponzi teiknari. Tómas er Hólmvíkingum og fyrri gestum Hamingjudaga að góðu kunnur, en hann hefur tvisvar sinnum áður heimsótt okkur á Hamingjudögum. Hann mun sitja við iðju sína á Kaffi Galdri á föstudegi og laugardegi um Hamingjudagahelgina frá kl. 10-12 og 13-18 báða dagana.

Tómas er um 20 mínútur að teikna portrett og ekki skemmir verðið fyrir; ein mynd kostar aðeins kr. 1.200.- Það ætti enginn að vera svikinn af því að setjast í stólinn, slaka á í stutta stund og láta teikna af sér eina úrvals mynd.

Með því að smella hér og hér má sjá sýnishorn af portrettmyndum Tómasar. Við bjóðum hann innilega velkominn á Hamingjudaga!

Tímatafla fyrir Hamingjuhlaupiđ klár

| 20. júní 2011
Međ hamingjuna í hverju skrefi...
Međ hamingjuna í hverju skrefi...

Einn af stórviðburðum Hamingjudaga á hverju ári er Hamingjuhlaupið, en Strandamaðurinn víðförli Stefán Gíslason frá Gröf í Bitrufirði hefur staðið fyrir hlaupinu frá árinu 2009. Það er því haldið í þriðja skipti nú í ár. Hamingjuhlaupið er skemmtihlaup en ekki keppnishlaup utan þeirrar áskorunar sem felst í hlaupinu. Það er jafnframt við allra hæfi þar sem fólk ræður hversu langt það hleypur, en hægt er að koma inn í hlaupið á nokkrum áfangastöðum þess.

Hér til hægri, undir valflipanum "Hamingjuhlaupið 2011" er hægt að nálgast allar upplýsingar um hlaupið. Þar er jafnframt að finna tímatöflu hlaupsins, en hana geta menn nýtt sér til að sjá hvenær hentugt er að bætast í hópinn eða rúnta til að hvetja hlauparana. Við hvetjum sem flesta til að skoða tímatöfluna og taka þátt í þessum stórskemmtilega atburði.

Staður

Klukkan

Km búnir

Km eftir

Gröf í Bitru

16:00

0,0

35,5

Stóra-Fjarðarhorn

17:30

10,0

25,5

Litla-Fjarðarhorn

17:40

12,0

23,5

Heydalsá

18:58

20,9

14,6

Kirkjuból

19:13

23,5

12,0

Húsavík

19:34

26,9

8,6

Vegamót við Hrófá

19:46

29,0

6,5

Víðidalsá

20:02

31,7

3,8

Vegamót á Skeiði

20:18

34,4

1,1

Hátíðasvæði Hamingjudaga

20:25

35,5

0,0

 

Allt ađ gerast!

| 19. júní 2011
Frá íbúafundi um Hamingjudaga - ljósm. IV
Frá íbúafundi um Hamingjudaga - ljósm. IV
« 1 af 4 »
Nú fer undirbúningur fyrir Hamingjudaga að hefjast af fullum þunga. Frést hefur af mjög svo leynilegum fundum í bláa hverfinu sem og rauða hverfinu á Hólmavík nú í kvöld, sunnudagskvöld. Appelsínugulahverfungar munu vera seinna á ferðinni með sinn fund; hafa e.t.v. ofmetnast eftir sigur í skreytingakeppninni undanfarin þrjú ár. Úr gula hverfinu hafa borist sögur af gríðarlegri kjötkveðju- og undirbúningshátíð sem halda á í Sævangi fimmtudaginn 23. júlí.

Hvað sem öllu þessu líður er ljóst að baráttan um skreytingaverðlaunin verður hörð. Hún nær hámarki á laugardagskvöldið þegar skrúðgöngur hverfanna fara fram á laugardagskvöldið og enda við Fiskmarkaðinn þar sem boðið verður upp á Hnallþórulhlaðborð og Hamingjutóna eftir að langhlauparar úr Hamingjuhlaupinu hlaupa í hlað.

Sölubásar - tilkynniđ fyrir 20. júní!

| 15. júní 2011
Frá Hamingjudögum 2007
Frá Hamingjudögum 2007
Eins og undanfarin ár býðst áhugasömum aðilum að selja varning á sölubásum á Hamingjudögum. Hverjum bás fylgir borð og aðgangur að rafmagni ef með þarf. Staðsetning á básunum verður að líkindum í Fiskmarkaðnum, en einnig verður hægt að hafa borð úti við; allt fer það jú eftir geðþótta veðurguðanna :)

Möguleiki verður á að selja varning strax á föstudagskvöldi frá kl. 20:00 til 23:00 og síðan frá 13:00 til 19:00 laugardaginn 2. júlí. Aðilar heima í héraði ganga fyrir í sölubásana, en þeir verða að láta vita af því tímanlega vegna skipulagningar og mögulegrar aðkomu annarra söluaðila. 

Tekið verður við skráningum á sölubása til mánudagsins 20. júní. Vinsamlegast látið vita sem fyrst í tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða í s. 8-941-941.

Vilt ţú koma fram á Hamingjutónum?

| 15. júní 2011
Kökuhlađborđ á Hamingjudögum
Kökuhlađborđ á Hamingjudögum
Á Hamingjudögum fá heimamenn og aðrir áhugasamir tónlistarmenn að spreyta sig ef þeir hafa áhuga á. Vettvangur til að koma fram með tónlsitaratriði gefst á Hamingjutónum sem fara fram laugardagskvöldið 2. júlí samhliða Hnallþóruhlaðborði Hamingjudaga sem er orðið geysivinsælt og fastur liður á hátíðinni.

Frestur til að tilkynna um tónlistaratriði á Hamingjutónana er til  20. júní. Eftir það verður ekki tekið við fleiri atriðum. Hafið samband í tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða hringið í Arnar í s. 8-941-941 ef þið hafið áhuga á að koma fram. Fyrstir koma, fyrstir fá!!

Fyrstu drög ađ dagskrá koma inn í kvöld

| 09. júní 2011
Í kvöld verður haldinn íbúafundur í Félagsheimilinu á Hólmavík um Hamingjudaga þar sem drög að dagskrá verða kynnt og farið verður yfir ýmis mál sem snúa að íbúum í Strandabyggð varðandi hátíðina. Strax eftir fundinn verða þessi fyrstu drög sett hér á vefinn undir "Dagskrá" og "Hamingjudagar 2011" flipunum hér vinstra megin á síðunni! Fylgist með þessu :)
 
Eldri fćrslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón