A A A

Valmynd

Fréttir

Furđuleikar verđa haldnir á sunnudegi

| 25. febrúar 2012
Keppendur í kvennahlaupi skemmta sér hiđ besta - ljósm. Viktoría Rán Ólafsdóttir
Keppendur í kvennahlaupi skemmta sér hiđ besta - ljósm. Viktoría Rán Ólafsdóttir
Á næstu vikum fara að detta hingað inn á síðuna fréttir af atburðum sem verða á Hamingjudögum 2012. Einn stærsti atburðurinn á Hamingjudögum mörg undanfarin ár er Furðuleikar Sauðfjárseturs á Ströndum, en þar geta ungir sem aldnir mætt í Sævang og spreytt sig á alls konar furðulegum íþróttagreinum sem hafa sumar hverjar orðið landsþekktar í gegnum árin. Safnið státar nú af nýjum framkvæmdastjóra, Ester Sigfúsdóttur á Kirkjubóli. Ester mun án efa setja mark sitt á Furðuleika ársins í ár með alls konar uppátækjum, enda á safnið tíu ára afmæli á þessu ári.

Staðfest hefur verið að Furðuleikarnir muni fara fram sunnudaginn 1. júlí. Ætlar þú ekki örugglega að kíkja?? 

Hamingjuhlaupiđ 2012 frá Trékyllisvík til Hólmavíkur

| 29. ágúst 2011
Hamingjan magnast í hverju skrefi!
Hamingjan magnast í hverju skrefi!
Það er ekkert verið að tvínóna við hlutina þegar Hamingjudagar eru annars vegar, en fyrsti dagskrárliður fyrir árið 2012 hefur þegar verið negldur niður. Það er Hamingjuhlaupið margfræga sem hefur vaxið og dafnað með hverju ári, enda geta allir tekið þátt og hlaupið í takt við eigin getu. Að sögn Stefáns Gíslasonar, skipuleggjanda og upphafsmanns hlaupsins, mun hlaupið 2012 hefjast við Minja- og handverkshúsið Kört við Árnes í Trékyllisvík, öðrum þræði til heiðurs sveitarstjóra Strandabyggðar, Ingibjörgu Valgeirsdóttur, sem er eins og margir vita frá Árnesi. Hlaupið í heild sinni er um 53 km og gæti tekið rúmar 7 klukkustundir að sögn Stefáns.  
...
Meira

Hamingjudagar 2012 verđa helgina 29. júní - 1. júlí

| 19. ágúst 2011
Hamingjusöm Hólmavík - ljósm. Arnar S. Jónsson
Hamingjusöm Hólmavík - ljósm. Arnar S. Jónsson

Nú hefur verið ákveðið að halda Hamingjudaga á Hólmavík 2012 sömu helgi og venjulega - fyrstu helgina í júlí, eða dagana 29. júní til 1. júlí. Helgin sú er að vísu að frekar litlu leyti í júlímánuði, en það ætti ekki að hafa mikil áhrif á hamingju gesta og heimamanna í Strandabyggð. Hamingjudagar árið 2011 tókust frábærlega og mikil samstaða, kærleikur og hamingja sveif hvarvetna yfir Hólmavík og nágrenni meðan hátíðin stóð yfir. Því er full ástæða til að byrja að hlakka til Hamingjudaga árið 2012!!!

Hamingjuhlaupiđ tókst frábćrlega!

| 06. júlí 2011
Viđ upphaf hlaupsins í Gröf - ljósm. Stefán Gíslason
Viđ upphaf hlaupsins í Gröf - ljósm. Stefán Gíslason
« 1 af 5 »
Hamingjuhlaupið fór fram í þriðja skipti á Hamingjudögum, en í ár var hlaupið frá Gröf í Bitrufirði til Hólmavíkur, alls 35,5 km. Að venju var það Stefán Gíslason, bóndasonur og hlaupagikkur frá Gröf í Bitrufirði, sem stóð fyrir hlaupinu.

Þátttakan í ár var afskaplega góð; alls hlupu 16 manns, þar af voru sjö sem hlupu allt hlaupið frá upphafi til enda. Tekið var á móti hlaupurunum með mikilli viðhöfn á hátíðarsvæðinu á Hólmavík og fékk Stefán þann heiður að skera fyrstu sneiðina af Hnallþóruhlaðborði Hamingjudaga.

Að sögn ofurhlauparans Gunnlaugs Júlíussonar sem tók þátt í hlaupinu hefur hann aldrei lokið hlaupi þar sem jafn mikill fjöldi fólks fagnar hlaupurum að leiðarlokum. Skipulagning Hamingjuhlaupsins 2012 er þegar hafin, enda má segja að hlaupið í ár hafi heppnast ákaflega vel.

Hér má lesa frásögn Stefáns Gíslasonar af Hamingjuhlaupinu 2011.
Hér má lesa frásögn Gunnlaugs Júlíussonar af Hamingjuhlaupinu 2011.

Hér er myndaalbúm með myndum úr Hamingjuhlaupinu 2011.
 

Skemmtilegt furđufataball á föstudegi

| 05. júlí 2011
Allir skemmtu sér vel á Furđufataballi - ljósm. ASJ
Allir skemmtu sér vel á Furđufataballi - ljósm. ASJ
« 1 af 5 »
Á föstudagskvöldi á Hamingjudögum var haldið stórskemmtilegt Furðufataball í félagsheimilinu á Hólmavík. Skífuþeytarinn DJ Darri spilaði alla helstu barnaslagarana og sá til þess að börn og fullorðnir gátu dillað sér í gleði og hamingju.

Fjölmargir af yngri kynslóðinni mættu í furðufötum eða búningum sem sýndu fram á fjörugt hugmyndaflug og sköpuðu mikið fjör og stemmningu. Talið er að ríflega 100 manns hafi mætt á ballið og skemmtu allir sér hið besta.

Kassabílarallý í brakandi sól og blíđu

| 04. júlí 2011
Brakandi blíđa og kassabílar - ljósm. strandir.is
Brakandi blíđa og kassabílar - ljósm. strandir.is
« 1 af 3 »
Einn af elstu atburðum Hamingjudaga á Hólmavík er kassabílarallýið svokallaða. Í ár fór það fram laugardaginn 2. júlí kl. 13:00 á sínum hefðbundna stað á Höfðagötu milli Þróunarsetursins og Galdrasýningarinnar. Fjöldi fólks fylgdist með ungum og öldnum keppa í rallinu og skemmta sér konunglega saman, enda brakandi blíða, sólskin og blankalogn. Fleiri myndir af atburðinum má sjá í þessari frétt á fréttavefnum strandir.is.

Hamingjudagar óska öllum sem kepptu innilega til hamingju!

Hamingjulagiđ hljómađi á Klifstúninu

| 04. júlí 2011
Elín og Allý syngja af hjartans lyst - ljósm. IV
Elín og Allý syngja af hjartans lyst - ljósm. IV
Aðalheiður Lilja Bjarnadóttir og Elín Ingimundardóttir fluttu Hamingjulagið 2011 á Kvöldvöku á Klifstúni á föstudagskvöldi við fögnuð viðstaddra. Lagið sem vann keppnina í ár heitir Vornótt á Ströndum og er eftir Ásdísi Jónsdóttur sem einnig samdi textann. Fimm önnur lög voru í lagasamkeppninni sem haldin var á Hólmavík 20. maí 2011. Lagið hefur nú verið gefið út á disk og er til sölu víða á Hólmavík, m.a. í Kaupfélaginu og í handverksmarkaði Strandakúnstar á neðstu hæð Þróunarsetursins. Einnig er hægt að panta diska í s. 894-1941.

Hægt er að heyra örstutt sýnishorn af laginu með því að smella hér.

Pönkdansinn var stiginn á Klifstúninu

| 04. júlí 2011
Meira pönk! - ljósm. IV
Meira pönk! - ljósm. IV
« 1 af 2 »
Pollapönkarar mættu á kvöldvöku á Klifstúni á föstudagskvöldinu á Hamingjudögum. Piltarnir voru eldhressir og glöddu alla viðstadda með einstaklega líflegri og skemmtilegri sviðsframkomu. Vinsældir þeirra meðal ungra og aldinna eru miklar á Ströndum enda eru drengirnir sannkallaðir gleðigjafar. Fengu þeir Strandamenn til að syngja og dansa, brosa og hlæja í tómri hamingju og gleði. Eftir vel skipulagt uppklapp tóku þeir síðan 113 Vælubílinn sem er án efa eitt vinsælasta lag á Íslandi síðustu mánuði.

Skjaldbökuslóđ og Jakobínutún á Hólmavík

| 04. júlí 2011
Ingibjörg Valgeirsdóttir ritar fundargerđ - ljósm. JG
Ingibjörg Valgeirsdóttir ritar fundargerđ - ljósm. JG
« 1 af 2 »
Ný götuheiti voru samþykkt á sveitarstjórnarfundi 1185 sem haldinn var á Klifstúni í tilefni af Hamingjudögum í gærkvöldi. Gatan Norðurtún heitir nú Jakobínutún sem er tilvitnun í Jakobínu Thorarensen athafnakonu á Hólmavík og Fiskislóð heitir nú Skjaldbökuslóð sem vísar í hinn fræga skjaldbökufund árið 1963.

Eftirfarandi tillögur voru bornar upp á sveitarstjórnarfundinum og þær samþykktar samhljóða:
...
Meira

Sverrir Guđbrandsson og Ólafía Jónsdóttir heiđursborgarar í Strandabyggđ

| 04. júlí 2011
Sverrir og Ólafía, heiđursborgarar í Strandabyggđ - ljósm. JG
Sverrir og Ólafía, heiđursborgarar í Strandabyggđ - ljósm. JG
« 1 af 2 »
Á hátíðarfundi sveitarstjórnar Strandabyggðar sem haldinn var á Klifstúni föstudaginn 1. júlí var samþykkt að velja Ólafíu Jónsdóttur og Sverri Guðbrandsson sem heiðursborgara Strandabyggðar. Veittu þau viðurkenningu þess efnis móttöku við hátíðlega setningarathöfn Hamingjudaga 2011. Sveitarfélagið Strandabyggð sendir þeim hlýjar þakkir, framlag þeirra til samfélagins er til fyrirmyndar.  

Í tillögu sveitarstjórnar sem lögð var fyrir fundinn kom eftirfarandi fram: 
...
Meira
Eldri fćrslur

Facebook

Hamingjumyndir

Gunnlaugur nálgast hćstu hćđir á Bitruhálsi. í baksýn grillir í Vatnsnesiđ og myndarlegan ţokubakka á Húnaflóa.

(Ljósmynd og  © Stefán Gíslason)
Vefumsjón