A A A

Valmynd

Fréttir

Tímatafla fyrir Hamingjuhlaupið klár

| 20. júní 2011
Með hamingjuna í hverju skrefi...
Með hamingjuna í hverju skrefi...

Einn af stórviðburðum Hamingjudaga á hverju ári er Hamingjuhlaupið, en Strandamaðurinn víðförli Stefán Gíslason frá Gröf í Bitrufirði hefur staðið fyrir hlaupinu frá árinu 2009. Það er því haldið í þriðja skipti nú í ár. Hamingjuhlaupið er skemmtihlaup en ekki keppnishlaup utan þeirrar áskorunar sem felst í hlaupinu. Það er jafnframt við allra hæfi þar sem fólk ræður hversu langt það hleypur, en hægt er að koma inn í hlaupið á nokkrum áfangastöðum þess.

Hér til hægri, undir valflipanum "Hamingjuhlaupið 2011" er hægt að nálgast allar upplýsingar um hlaupið. Þar er jafnframt að finna tímatöflu hlaupsins, en hana geta menn nýtt sér til að sjá hvenær hentugt er að bætast í hópinn eða rúnta til að hvetja hlauparana. Við hvetjum sem flesta til að skoða tímatöfluna og taka þátt í þessum stórskemmtilega atburði.

Staður

Klukkan

Km búnir

Km eftir

Gröf í Bitru

16:00

0,0

35,5

Stóra-Fjarðarhorn

17:30

10,0

25,5

Litla-Fjarðarhorn

17:40

12,0

23,5

Heydalsá

18:58

20,9

14,6

Kirkjuból

19:13

23,5

12,0

Húsavík

19:34

26,9

8,6

Vegamót við Hrófá

19:46

29,0

6,5

Víðidalsá

20:02

31,7

3,8

Vegamót á Skeiði

20:18

34,4

1,1

Hátíðasvæði Hamingjudaga

20:25

35,5

0,0

 

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón