A A A

Valmynd

Fréttir

Íţróttir á Hamingjudögum

| 25. júní 2014
Það er vitað mál að íþróttaiðkun eykur hamingjuna. Þess megna er ógrynni mishefðbundinna íþrótta stundaður á hamingjudögum.

Í dag var Ólympíudagur ÍSÍ haldinn hátíðlegur á Hólmavík þar sem Ragna Ingólfsdóttir Ólympíufari heimsótti okkur, farið var í badminton og keilu, fræðst um Ólympíuleikana og haldið á Ólympíukyndlinum. 

Á morgunverður gengið um nýuppgerða göngustíga en einnig verður sundlaugarpartý fyrir unglinga þar sem meðal annars verður spilað blak. á föstudaginn leikum við okkur síðan í glænýrri aparólu á leiksvæði Grunnskólans.

Laugardagurinn býður síðan upp á Motocross, hamingjuleikfimi, kassabílarallý, hoppukastala og hesta. á sunnudag verður síðan boðið upp á göngu, knattspyrnumót og keppni í alls kyns stórfurðulegum íþróttagreinum á Furðuleikum á Sauðfjársetrinu.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón