Innskráning

A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Niðurstöður EFLU við nýjum myglusýnum

19. apríl 2024 | Þorgeir Pálsson
Kæri íbúar Strandabyggðar,

Nýlega bárust okkur niðurstöður EFLU við nýjum myglusýnum, sem tekin voru fyrir nokkrum vikum í yngri og eldri hluta grunnskólans.  Í kjölfarið var haldinn fundur sveitarstjórnar og starfsmanna sveitarfélagsins með fulltrúa EFLU og er eftirfarandi í raun niðurstaða þess fundar.

Yngri hlutinn:
  • Engin mygla greindist í þeim sýnum sem tekin voru í yngri hlutanum og er greinilegt að réttar ákvarðanir hafa verið teknar varðandi endurbyggingu.  Sagði fulltrúi EFLU að rétt væri staðið að málum af hálfu sveitarfélagsins.

Eldri hlutinn:
  • Mygla greindist í sýnum í eldri hlutanum, en þar er samt ekkert sem kemur á óvart, nema hugsanlega mygla í anddyri. Engin mygla greindist í þeim skrifstofum sem eru í notkun í eldri hlutanum.  Fulltrúi EFLU taldi í raun að hér væri ekki um mjög alvarlegt ástand að ræða, amk ekki miðað við marga aðra skóla sem glíma við myglu.  Það má geta þess í þessu sambandi, að um helmingur sveitarfélaga á landinu, glímir við myglu í skólum.
  • Tvær leiðir eru færar varðandi þá myglu sem greindist, sem eru að brjóta upp gólf og veggi og fjarlægja mygluna eða þrífa allt og kanna aftur ástandið eftir amk tvo mánuði.  Við munum fara þá leið sem reynst hefur okkur vel, sem er að brjóta upp og fjarlægja þá myglubletti sem greindust.  Fram til þessa hefur áherslan verið á uppbyggingu yngri hlutans og látið duga að rífa upp dúka í eldri hlutanum.  Verður ráðist í frekari framkvæmdir þar á næstunni.
Fulltrúi EFLU er væntanlegur hingað snemma í næstu viku og mun þá skoða með okkur eldri hlutann og einnig taka ryksýni á bókasafni.  

Þessi niðurstaða er okkur gleðiefni og staðfestir að við erum á réttri leið með okkar viðbrögð við þessu ástandi og þær framkvæmdir sem við höfum ráðist í.  Skýrslu EFLU má nálgast hér og teikningu sem sýnir sýnatökustaðina hér.

Kveðja og góða helgi,
Þorgeir Pálsson
oddviti

Opinn fundur um málefni Sorpsamlagsins

19. apríl 2024 | Þorgeir Pálsson
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Strandabyggð boðar til opins fundar um málefni Sorpsamlagsins þann 2. maí n.k. kl 17-19 í Félagsheimilinu.  þar verður farið yfir niðurstöður skoðanakönnunar, rætt um þá valkosti sem fyrir liggja varðandi sorphirðu og farið yfir fyrirhugaðar breytingar á starfsemi Sorpsamlagsins.  Við hvetjum íbúa til að mæta og taka þátt í umræðunni.

Kveðja, 
Þorgeir Pálsson

Svar við bókun á sveitarstjórnarfundi 1360

13. apríl 2024 | Þorgeir Pálsson

Kæru íbúar Strandabyggðar,


Á síðasta sveitarstjórnarfundi veittist Matthías Sævar Lýðsson harkalega að oddvita og meirihluta sveitarstjórnar.  Lagði hann fram bókun í nafni A lista og síðan aðra bókun í eigin nafni.  Umræðu og bókanir um þennan lið í dagskránni má lesa í fundargerð fundarins, sem nú er á heimasíðu sveitarfélagsins: http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/sveitastjorn/Sveitarstjornarfundur_nr_1360_9_april_2024/

...
Meira

Starfsmannabreytingar á skrifstofu Strandabyggðar

09. apríl 2024 | Salbjörg Engilbertsdóttir

 

Heiðrún Harðardóttir hefur verið ráðin á skrifstofu Strandabyggðar og hefur störf núna í byrjun maí. Á hennar verksviði verður afgreiðsla erinda, innheimta, móttaka innsendra reikninga og bókhald ásamt verkefnastjórn í ýmsum verkefnum sem snúa að opinberri stjórnsýslu og ferðamálum.

 

Heiðrún er með BA gráðu í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum og diplómu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Við bjóðum Heiðrúnu velkomna til starfa.

Vikan að baki

08. apríl 2024 | Þorgeir Pálsson

Kæru íbúar Strandabyggðar,


 


Nokkrar línur um sum þeirra mála sem hafa verið í umræðunni að undanförnu.  


 


Sértækur byggðakvóti


Eitt stærsta mál síðari tíma í atvinnulífi Strandabyggðar held ég að verði að teljast úthlutun Byggðastofnunar á 500 tonna sértækum byggðakvóta til sveitarfélagsins.  Öllum eru að ég held ljóst, hversu mikið tækifæri þetta er fyrir sveitarfélagið, hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar.  Og það var því viðbúið að málið yrði mikið rætt í samfélaginu og jafnvel umdeilt, enda skiptar skoðanir á því hvernig hagsmununir sveitarfélagsins yrðu best tryggðir.  Rétt er að minna á að þessum kvóta er ætla að efla fiskvinnslu á Hólmavík og skapa störf og verðmæti í Strandabyggð.  Kvótinn er eyrnamerktur Strandabyggð og hefur það verið ítrekað af Byggðastofnun.


 


Nú liggur niðurstaðan fyrir.  Vissa úrgerð ehf og samstarfsaðilar urðu fyrir valinu.  Þá þurfum við að leggja mismunandi skoðanir okkar til hliðar og styðja við þann hóp, sem nú tekur við þeirri ábyrgð sem Byggðastofnun útdeilir með þessum kvóta og við verðum að hvetja þau áfram og vona að þeim gangi vel að skapa öll þau störf sem um ræðir, en samkvæmt gögnum Byggðastofnunar mun vinnslan skapa 13 störf.  Einnig er mikilvægt að verkefnið skapi þau verðmæti sem þessi kvóti felur í sér fyrir sveitarfélagið.  Um það snýst jú málið, að efla sveitarfélagið.


 

...
Meira

Sveitarstjórnarfundur nr. 1360 hjá sveitarstjórn Strandabyggðar

05. apríl 2024 | Salbjörg Engilbertsdóttir

Fundur nr. 1360 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 9. apríl kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík.

 

  1. Innviðaráðuneytið 21.mars 2024, IRN24030139 ábending um meinta ólögmæta stjórnsýslu við boðun sveitarstjórnarfundar 21.mars 2024 ásamt greinargerð Strandabyggðar og svari Innviðaráðuneytis frá 5. apríl 2024
  2. Áskorun til Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis v. samgönguáætlunar
  3. Sýslumaðurinn á Suðurlandi 2. Apríl 2024, beiðni um umsögn um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað frá Galdri brugghúsi
  4. Húsnæðisáætlun Strandabyggðar
  5. Svæðisskipulag Vestfjarða 2025-2050, Skipulags- og matslýsing
  6. Forsætisráðuneytið,kynning á dagskrá í tilefni 80 ára afmæli lýðveldisins 2024 erindi frá 7. mars 2024
  7. Tómstunda, íþrótta- og menningarnefnd, fundargerð nr. 81 frá 8. apríl 2024
  8.  Vinnuskýrsla sveitarstjóra í mars
  9. Aðalfundarboð Fiskmarkaðs Hólmavíkur 10. apríl 2024 ásamt fundargerð stjórnar frá 23.mars 2024
  10. Boð á Fjórðungsþing 10. apríl 2024 ásamt ársreikningi Fjórðungssambands Vestfjarða 2023
  11. Náttúrustofa Vestfjarða fundargerðir nr. 146 frá 16. Febrúar 2024 og nr. 147 frá 18. mars 2024 ásamt ársreikningi 2023
  12. Byggðasamlag Vestfjarða, stjórnarfundur 18. mars 2024
  13. Samband sveitarfélaga, fundargerðir nr. 945 frá 28. Febrúar og 946 frá 15. Mars 2024

 

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

 

Þorgeir Pálsson

Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir

Jón Sigmundsson

Matthías Sævar Lýðsson

Hlíf Hrólfsdóttir

 

Strandabyggð 5. apríl

Þorgeir Pálsson oddviti

Strandir.is - fréttir

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón