A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

16. fundur Velferđarnefndar Stranda og Reykhólahrepps 4. desember 2012

 

Fundur Velferðarnefndar Stranda- og Reykhólahrepps haldinn 4.desember 2012 klukkan 13:00 á skrifstofu Reykhólahrepps.

 

Mættir: Andrea Björnsdóttir(Reykhólahreppi), Arnar Snæberg Jónsson (Strandabyggð), kom sem varamaður fyrir Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur, Bryndís Sveinsdóttir (Strandabyggð), Hrefna Þorvaldsdóttir (Árneshreppi), og Sigurbjörg Halldórsdóttir (Kaldrananeshreppi), varamaður fyrir Jennýju Jensdóttur.

Mál á dagskrá:

  1. 1.      Fundargerðir frá 17.,20., og 21. fundi verkefnahóps fólks með fötlun – BSVest

Félagsmálastjóri gerði grein fyrir efni og umræðu funda verkefnahóps Byggðasamlags Vestfjarða ummálefni fatlaðs fólks. Komið inn á fjárhagsáætlun og greiðslutilhögun jöfnunarsjóðsins.

  1. 2.      Reglur um fjárhagsaðstoð

Félagsþjónusta Stranda- og Reykhólahrepps hefur frá stofnun 1.febrúar 2011 stuðst við reglur Strandabyggðar um fjárhagsaðstoð, eftir leiðbeiningum frá Velferðarráðuneytinu. Nú hafa reglurnar verið aðlagaðar að öllum fjögur sveitarfélögunum sem mynda sameiginlega félagsþjónustu Sranda- og Reykhólahrepps. Engar efnislegar breytingar hafa orðið á reglunum nema ein en það er seinni liður reglu númer en veigamikil atriði settar undir sérgreinar í reglunum.

Bókun:  Velferðarnefnd Stranda- og Reykhólahrepps samþykkir aðlagaðar reglur um fjárhagsaðstoð.

  1. 3.      Iðja – samveruhús

Félagsmálastjóri kynnti úrræðið „Iðja“. Á svæði félagsþjónustunnar eru margir sem búa við félagslega einangurn vegna marg´vislegra og ólíkra aðstæðna. Má þar nefna atvinnlausir, fatlaðir, öryrkjar, einstaklingar sem eru félagslega einagraðir t.d vena búsetu í sveit og vegna þess að engin n  úrræði eru í boði þar sem hægt er að hittast og skiptast á fréttum eða hafa samskipti við annað fullorðið fólk. Iðjan er staður sem opinn er frá 9:00 á morgnana til 14:00 á daginn alla virka daga. Þar er heitt á könnuni og getur fólk nýtt sér aðstöðu til að sinna tómstundum , lesa blöð, spila og fara á netið. Litið er á þetta úrræði sem tilraunaverkefni til 1 árs sem byrja myndi í ársbyrjun 2013 eða þegar húsnæði finnst. Ljóst er þó að íbúar Árneshrepps geta ekki nýtt sér þessa þjónustu sem áætlað er að verði til staðar á Hólmavík en möguleiki væri á að útfæra hugmyndina á þann hátt að hún gæti þjónað þörfum þeirra sem á þurfa að halda t.d í þeim hreppi.

Bókun: Velferðarnefnd Stranda-og Reykhólahrepps fagnar hugmyndinni um Iðju og telur hana geta nýst fjölbreytilegum hópi fólks. Ennfremur hvetur Velferðarnefnd sveitarfélögin fjögur til að taka þátt í verkefninu.

 

  1. Áfrýjun til Velferðarnefndar

Bókun:  Niðurstaða skv. bókun í málinu færð í trúnaðarbók

 

 

 

 

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón