A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda, íţrótta- og menningarnefnd, 6. júní 2019

Fundargerð

 

Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 6. júní 2019,  kl. 17:00 að Höfðagötu 3.

Fundinn sátu: Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Matthías Lýðsson, Angantýr Ernir Guðmundsson, Jóhanna G. Rósmundsdóttir og Esther Ösp Valdimarsdóttir í forföllum Ragnheiðar Birnu Guðmundsdóttur. Júlíana Steinunn Sverrisdóttir áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs boðaði forföll. Guðfinna ritar fundargerð.

Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir sat einnig fundinn.

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

  1. Vinnuskóli Strandabyggðar 2019
  2. Sumarnámskeið 2019
  3. Dagskrá Hamingjudaga 2019
  4. Menningarverðlaunin 2019. Tilnefningar verða kynntar á fundinum og ákveðið hver fær viðurkenningu.
  5. Önnur mál

 

Þá var gengið til dagskrár:

 

 

  1. Aðalbjörg kynnir fyrirkomulag vinnuskólans. Elstu starfsmennirnir munu fylgja starfsmönnum áhaldahúss en yngri starfsmenn vinna undir verkstjórn tómstundafulltrúa. Tveir taka þátt í verkefninu Strandir í verki. Sameiginlegur dagur verður í sumar með vinnuskóla Reykhólahrepps og Dalabyggð. Fyrir Hamingjudagana munu yngstu starfsmennirnir vinna við undirbúning.
  2. Í heildina bárust 17 umsóknir bárust og þar af 5 frá leikskólanemendum sem skrá sig á sundnámskeið fyrir 3-6 ára hjá Henrike. Hún er einnig með sundnámskeið fyrir 6-12 ára börn. Á sumarnámskeiðin eru skráð 10 börn. Námskeiðin hefjast kl. 8.30 og fyrri vikuna er náttúrutengt námskeið en seinni vikuna hamingjutengt námskeið. Eftir hádegi báðar vikurnar heldur Náttúrubarnaskólinn utan um námskeiðin.
  3. Dagskráin er mótun og enn að bætast atriði á listann. Fjölmörg atriði eru þegar staðfest s.s. Leikhópurinn Lotta, Hamingjuhlaup, tónleikar, dansleikur, Veltibíllinn, leiktæki, markaður í Hnyðju, Furðuleikar og að sjálfsögðu kökuhlaðborðið árlega. Rætt um kostnað varðandi leigu á leiktækjum og kynningu hátíðarinnar.
  4. Matthías og Esther Ösp víkja af fundi. Rætt um tilnefningar sem bárust. Í heildina bárust 13 tilnefningar til einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja.  Tómstunda- íþrótta og menningarnefnd fagnar hversu margar tilnefningar bárust. Ákveðið hver fær verðlaunin 2019. Matthías og Esther Ösp taka aftur sæti á fundinum.
  5. Rætt um tómstundastarf næsta vetrar í tengslum við skólastarfið. Tómstundirnar munu verða eftir að kennslu lýkur en ekki brjóta upp kennsluna eins og nú er. Skipulagið er samstarfsverkefni skólastjóra og tómstundafulltrúa.

 

 

 

Fundi slitið kl.18:28

 

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón