A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-,íţrótta- og menningarnefnd 19.júní 2022

Fundur var haldinn í Tómstunda, íþrótta- og menningarnefnd sunnudaginn 19. Júní 2022 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík, og hófst fundurinn kl. 18:00. Eftirtaldir nefndarmenn sátu fundinn: Sigríður Jóndóttir formaður, Íris Björg Guðbjartsdóttir, Þórdís Karlsdóttir sem tengdist fundinum á Teams, Magnea Dröfn Hlynsdóttir og Jóhanna Rósmundsdóttir. Starfsmaður er Hrafnhildur Skúladóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi sem ritar fundargerð.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

1. Undirritun trúnaðaryfirlýsingar.
2. Menningarverðlaun Strandabyggðar árið 2022
3. Hamingjudagar – drög að dagskrá.
4. Erasmus styrkur og ferð ungmenna frá Ozon og móttaka í ágúst/sept.
5. Önnur mál


Þá var gengið til dagskrár:

1. Undirritun trúnaðaryfirlýsingar. Mættir nefndarmenn undirrituðu trúnaðaryfirlýsingu á staðnum sem og Íþrótta- og tómstundafulltrúi. Þórdís Karlsdóttir mun undirrita sína trúnaðaryfirlýsingu rafrænt mánudaginn 20.júní. Varamenn nefndar hafa verið boðaðir á skrifstofu Strandabyggðar til að undirrita sínar yfirlýsingar.


2. Menningarverðlaun Strandabyggðar árið 2022. Farið var yfir tilnefndingar og valið ákveðið.

a. Menningarverðlaun
b. Sérstök viðurkenning
c. Heiðursverðlaun


3. Hamingjudagar – drög að dagskrá. Kynning frá íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Drög í vinnslu og dagskrá komin vel á veg. Dagskráin verður auglýst í vikunni þegar hún verður tilbúin.


4. Erasmus styrkur og ferð ungmenna frá Ozon og móttaka í ágúst/sept. Kynning frá íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Ferðin til Ítalíu var kynnt í grófum dráttum sem og koma ungmennana frá Ítalíu til Hólmavíkur í haust. Þann 30. ágúst nk. kemur 20 manna hópur frá Domusnovas á Sardiniu og verður hjá okkur í tæpa viku.
Á Hamingjudögum verða ungmennin okkar sem fóru út með kynningu á ferðinni og myndasýningu í Ozon.

  

5. Önnur mál.

a. Kaup á samkomutjaldi, ákveðið var að Íris Björg sendi erindi á HSS, beiðni um að HSS standi fyrir kaupum á samkomutjaldi í félagi við aðildarfélög. Tjald sem félögin gætu nýtt og einnig leigt til einstaklinga og stofnana á svæðinu.
b. Sameiginlegt verkefni kynnt á sviði íþrótta og tómstunda fyrir börn og unglinga á svæði Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Strandabyggðar, Dalabyggðar og Reykhólahrepps. Hugmyndin er að hálfsmánaðarlega hittist þessi hópur í Strandabyggð, í Búðardal og á Reykhólum til skiptis og verji
eftirmiðdegi saman í hópastarfi eða á íþróttaæfingum þar sem fjölbreytt verkefni yrðu í boði og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Á þessu svæði eru samtals um eitthundrað ungmenni á mið- og unglingastigi og yrði þetta frábært tækifæri fyrir þau til að tengjast betur.
Sigríði var falið leggja þetta sameiginlega verkefni fram til kynningar á næsta sveitarstjórnarfundi.


Fundargerðin yfirfarin og samþykkt.


Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 20:15


Sigríður Jónsdóttir
Íris Björg Guðbjartsdóttir
Þórdís Karlsdóttir
Magnea Dröfn Hlynsdóttir
Jóhanna Rósmundsdóttir

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón