A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 10. október 2016

Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar  mánudaginn 10. október,  kl. 17:00 að Hafnarbraut 19.

Fundinn sátu: Ásta Þórisdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir, Jóhanna Rósmundsdóttir og Júlíana Ágústsdóttir. Júlíus Jónsson boðaði forföll. Íris Ósk Ingadóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

  1. Staða Skólaskjóls
  2. Fjárhagsáætlun 2017
  3. Frjáls félagasamtök í Strandabyggð
  4. Önnur mál

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  1. Staða Skólaskjóls
    Ekki hefur náðst að ráða starfsmann í Skólaskjól. Lög um starfsemi frístundaheimila er komið undir grunnskólalög þar sem áréttað er að sveitarfélög standi að rekstri frístundaheimila.

    Frístundaheimili.
    Öllum börnum í yngri árgöngum grunnskóla skal gefinn kostur á þjónustu frístundaheimila. Frístundaheimili er frístundavettvangur barna með áherslu á val barna, frjálsan leik og fjöl­breyti­leika í viðfangsefnum og umhverfi. Við skipulag þjónustu frístundaheimila skal tekið mið af þörfum, þroska og áhuga hvers og eins.

    Sveitarfélög fara með faglegt forræði frístundaheimila, ákveða skipulag starfsemi þeirra og rekstrarform með samþættingu skóla- og frístundastarfs og þarfir barna að leiðarljósi.
    Á frístundaheimilum gilda almenn ákvæði laganna og reglugerða settra samkvæmt þeim um öryggi og velferð barna, réttindi og skyldur, tilkynningarskyldu og ráðningarbann á grundvelli saka­vottorðs.
    Ráðuneytið gefur út, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, viðmið um gæði frístundastarfs, þ.m.t. um hlutverk og markmið, skipulag og starfsaðstæður, starfshætti, marg­breyti­leika, stjórnun og menntun starfsfólks.
    Sveitarfélög geta ákveðið að reka ekki frístundaheimili ef gildar ástæður eru fyrir hendi, t.d. stað­bundnar aðstæður.
    Sveitarfélögum er heimilt að taka gjald fyrir vistun barna á frístundaheimili samkvæmt gjaldskrá sem þau setja og birta opinberlega. Gjaldskrárákvarðanir samkvæmt þessari grein eru kæranlegar samkvæmt fyrirmælum 47. gr.

    Mikilvægt er því að móta heilstætt starf stuðningsfulltrúa og starfsmanns Skólaskjóls sem auglýst er saman og ráðið saman af tómstundafulltrúa og skólastjóra.

  2. TÍM-nefnd hvetur til þess að samfelldum degi barnsins verði komið í framkvæmd með samvinnu skólastjóra, tómstundafulltrúa og öðrum hlutaðeigendum. Nefndin leggur til að ráðinn verði verkefnisstjóri tímabundið til verksins.

  3. Fjárhagsáætlun 2017
    Farið var yfir óskir fyrir fjárhagsáætlunargerð 2017.

  4. Frjáls félagasamtök í Strandabyggð
    Farið yfir skipulag til að fylgja eftir og styðja við frjáls félagasamtök.

  5. Önnur mál
    Engin önnur mál tekin fyrir.

 

 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:50.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón