A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstuna-, íţrótta- og menningarnefnd - 25. júní 2013

Fundargerð TÍM-nefndar

 

 

Fundur var haldinn í Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar þriðjudaginn 25. júní á Café Riis á Hólmavík. Mætt voru Ásta Þórisdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir, Kristjana Eysteinsdóttir og Jóhann Lárus Jónsson og Barbara Guðbjartsdóttir varamaður fyrir Júlíus Frey Jónsson. Esther Ösp Valdimarsdóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð. Jafnframt sat Halla Ingvarsdóttir, nemi í viðburðarstjórnun fundinn.

 

Ásta Þórisdóttir formaður setti fundinn.

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

 

1.      Hamingjudagar

 

Dagskráin yfirfarin og skeggrædd lið fyrir lið. Fundnar voru lausnir og úrbætur á þeim hnökrum og spurningum sem enn var ósvarað varðandi framkvæmd dagskrárinnar. Verkefnum var einnig úthlutað og viðbætur við dagskrá samþykktar.

 

2.      Menningarverðlaun Strandabyggðar 2013

Tilnefningar almennings og nefndar voru ræddar í þaula, rökstuddar og rökræddar. Að lokum  komst nefndin að sameiginlegri og einróma niðurstöðu. Sauðfjársetrinu voru veitt verðlaunin fyrir ýmiss konar sýningarhald og fjölbreytta viðburði og metnaðarfulla dagskrá  á árinu.

Viðar Guðmundsson hlítur sérstaka viðurkenningu fyrir öflugt menningarstarf og þá sérstaklega að koma á beinum útsendingum frá kirkjunni í Heilbrigðisstofnuninni.

 

3.      Önnur mál

 

a)      Markaðsstofa Vestfjarða

Rætt var um að skýra þyrfti samstarf Markaðsstofu Vestfjarða og Strandabyggðar. Hver bæri ábyrgð á samstarfinu af hálfu Strandabyggðar, hversu mikið væri greitt til Markaðsstofu og hvernig þeim fjármunum væri ráðstafað.

 

b)      Áhöfnin á Húna

Áhöfnin á Húna kemur til Hólmavíkur og heldur tónleika þann 17. júlí. Víða er tekið á móti áhöfninni með einhverskonar viðhöfn. Hugmyndir voru viðraðar og ákveðið að fara í samstarf við Björgunarsveitina hvað þetta varðar.

 

c)      Imago Mundi

Alþjóðleg listaverkasöfnun og –hátíð hafði samband við tómstundafulltrúa varðandi það hvort listafólk í Strandabyggð hefði áhuga á þátttöku. ákveðið var að auglýsa eftir áhugasömum á vef Strandabyggðar að loknum Hamingjudögum.

 

 

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón