A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur nr. 1364, aukafundur haldinn 21. júní 2024


Sveitarstjórnarfundur nr. 1364 í sveitarstjórn Strandabyggðar, sem er aukafundur,
var haldinn föstudaginn 21. júní kl. 12.00, á skrifstofu sveitarfélagsins að
Hafnarbraut 25, Hólmavík.

Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Þorgeir
Pálsson oddviti, Óskar Hafsteinn Halldórsson, Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir,
Matthías Sævar Lýðsson og Hlíf Hrólfsdóttir. Þorgeir Pálsson ritaði fundargerð.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Umsögn vegna afgreiðslu Aflamarksnefndar vegna umsóknar um aflamark á
Hólmavík.

Fundurinn hófst kl 12:00 og oddviti bauð alla velkomna.

Spurt um athugasemdir við fundarboðun. Engar athugasemdir.

Því næst spurði oddviti fundarmenn um hugsanlegt vanhæfi vegna tengsla við aðila máls
og gaf orðið laust. Matthías Sævar Lýðsson telur sig ekki hæfan til þátttöku í umræðu eða
ákvörðunartöku vegna vanhæfis og hefur óskað eftir þáttöku varamanns. Hlíf Hrólfsdóttir
telur sig ekki hæfa til umræðu eða ákvörðunartöku, vegna vanhæfis og hefur óskað eftir
þáttöku varamanns.

Matthías Sævar og Hlíf víkja af fundi og í stað þeirra koma Guðfinna Lára Hávarðardóttir og Ragnheiður Ingimundardóttir.

Þá leggur oddviti einnig til að fundurinn verði lokaður og umræðan skráð sem trúnaðarmál
til og með 25 júní n.k. vegna sérstakra óska Byggðastofnunar þar um, sbr bréf
stofnunarinnar frá 14. júní s.l. Bað oddviti fundarmenn að gefa samþykki sitt til kynna
með handauppréttingu. Samþykkt samhljóða.

Hófst þá umræða um fundarefnið og lagði oddviti fram tillögu að umsögn sveitarstjórnar.

Tillaga oddvita er eftirfarandi:

“Sveitarstjórn Strandabyggðar fagnar ákvörðun Aflamarksnefndar Byggðastofnunar um
úthlutun aflamarks til Hólmavíkur. Sveitarstjórn leggst ekki gegn niðurstöðu
Aflamarksnefndar og starfsmanna Byggðastofnunar um að veita Vissu útgerð ehf og
samstarfsaðilum þennan kvóta. Sveitarstjórn óskar Vissu útgerð ehf og samstarfsaðilum til
hamingju með ákvörðun Byggðastofnunar“.

Orðið gefið laust.

Óskar Hafsteinn fagnar þessum texta. Guðfinna Lára og Ragnheiður
segjast í grunninn sammála þessu orðalagi og taka undir bókunina fyrir hönd A lista.

Fleira ekki rætt. Fundi slitið kl 12:10

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón