A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar - 30. nóvember 2010

Sveitarstjórnarfundur nr. 1173 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 30. nóvember 2010. Fundurinn var haldinn á skrifstofu Strandabyggðar og hófst kl. 20:00. Á fundinum voru Jón Jónsson varaoddviti, Ásta Þórisdóttir, Bryndís Sveinsdóttir og Katla Kjartansdóttir auk oddvita sveitarstjórnar, Jóns Gísla Jónssonar sem setti fundinn og bauð viðstadda velkomna.  Sveitarstjóri Strandabyggðar, Ingibjörg Valgeirsdóttir, sat einnig fundinn og ritaði fundargerð. 


Dagskrá fundarins var í 9 liðum.

 

Fundarefni:


1. Skýrsla sveitarstjóra

2. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010

3. Ákvörðun útsvarsprósentu ársins 2011

4. Umræða um félagsþjónustu

5. Erindi frá Gunnari S. Jónssyni varðandi hafnargjöld

6. Erindi frá Snorrasjóði varðandi styrk við Snorraverkefnið

7. Tillögur frá Jóni Jónssyni um breytingar á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Strandabyggðar og vinnureglum í tengslum við sveitarstjórnarfundi, dags. 25. nóv. 2010

8. Fundargerð Fræðslunefndar frá 18. nóvember sl.

9. Fundargerð Félagsmála- og jafnréttisnefndar frá 19. nóvember sl.

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

1. Skýrsla sveitarstjóra

Skýrsla sveitarstjóra lögð fram til kynningar (sjá hér). 


Sveitarstjórn vill þakka íbúum Strandabyggðar fyrir virka og góða þátttöku á hugmyndafundi um fjáhagsáætlun 2011. Þá lýsir sveitarstjórn yfir áhyggjum sínum yfir niðurskurði í heilbrigðismálum á landsbyggðinni. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda heilbrigiðisráðherra erindi þess efnis auk þess sem ítrekað er að staðinn verði vörður um starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Hólmavík sem þegar hefur mætt miklum niðurskurði undanfarin ár.

 

2. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010


Töluverð vinna hefur farið fram á skrifstofu Strandabyggðar við yfirfærslu á fjárhagsáætlun 2010 yfir í bókhaldskerfi sveitarfélagsins. Má því búast við einhverjum töfum á fjárhagsáætlun 2011. Umræðu um endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010 er frestað til næsta fundar. 

 

3. Ákvörðun útsvarsprósentu ársins 2011


Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að útsvarshlutfall árið 2011 verði óbreytt, þ.e. 13,28%, en með fyrirvara um að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að ganga á Alþingi um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga og hækkun útsvarshlutfalls um 1,20 prósentustig sem af því leiðir, verður álagningarhlutfallið 14,48% á árinu 2011. 

 

4. Umræða um félagsþjónustu


Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá  endanlegum samningi um sameiginlega félagsmálanefnd og auglýsa nýtt starf félagsmálastjóra í samráði við hin sveitarfélögin.

 

5. Erindi frá Gunnari S. Jónssyni varðandi hafnargjöld


Sveitarstjórn vill taka fram að hafnargjöld eru lögð á alla báta eftir gjaldskrá hafnarinnar sem aðgengileg er á vef Strandabyggðar. Verið er að yfirfara allar gjaldskrár sveitarfélagsins, þ.á.m. gjaldskrá hafnarinnar. Ábendingar sem koma fram í erindinu verða hafðar til hliðsjónar í þeirri vinnu. Sveitarstjóra, sem jafnframt er hafnarstjóri, falið að svara erindinu bréflega.


6. Erindi frá Snorrasjóði varðandi styrk við Snorraverkefnið


Stjórn Snorraverkefnisins er þakkað fyrir erindið en sveitarstjórn hafnar styrkbeiðninni.

 

7. Tillögur frá Jóni Jónssyni um breytingar á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Strandabyggðar og vinnureglum í tengslum við sveitarstjórnarfundi, dags. 25. nóv. 2010.


Tillögurnar kynntar og ræddar. Erindinu frestað til annarrar umræðu á næsta sveitarstjórnarfundi.

 

8. Fundargerð Fræðslunefndar frá 18. nóvember sl.


Vegna liðar 6 a) er unnið að því að eyða biðlista á leikskólanum. Varðandi lið 7 þá treystir sveitarstjórn skólastjórnendum til að finna faglegar og hagkvæmar lausnir á forföllum. Fundargerðin samþykkt að öðru leyti.  

 

9. Fundargerð Félagsmála- og jafnréttisnefndar frá 19. nóvember sl.


Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.  Fundi slitið kl. 23:05

 

Jón Gísli Jónsson (sign)

Jón Jónsson (sign)

Ásta Þórisdóttir (sign)

Bryndís Sveinsdóttir (sign)

Katla Kjartansdóttir (sign)

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón