A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis og skipulagsnefnd - 5. nóvember 2018

Fundargerð

 

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  mánudaginn          5. nóvember  2018,  kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundinn sátu:  Eiríkur Valdimarsson, Jón Jónsson, Hafdís Gunnarsdóttir, Ásta Þórisdóttir, Hafdís Sturlaugsdóttir og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

  1. 1.      Erindisbréf

Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja drögin sem erindisbréf fyrir nefndina með þeirri breytingu sem nefndin hefur samþykkt á nafni hennar.

 

  1. 2.      Umhverfisátak

Fjallað verður um fyrirhugað umhverfisátak í Strandabyggð og fyrirkomulag þess.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd fagnar fyrirhuguðu umhverfisátaki og hvertur sveitarstjórn að hefjast handa við átakið nú þegar.

 

  1. Borgabraut

Byggingarfulltrúi leggur fram upplýsingar um stærðir lóða við Borgabraut.  Annars vegar stærðir samkvæmt lóðarsamningi og hins vegar mældar stærðir þeirra, áður kynnt á fundi nefndarinnar þann 29. nóvember 2017.  Einnig lagt fram óafgreitt erindi frá eigendum hússins við Borgabraut 27 með ósk um stækkun lóðarinnar.

 

Uppdráttur með stærðum lóða við Borgabraut kynntur.

Erindi frá eigendum hússins við Borgabraut 27 um stækkun lóðarinnar hafnað.

 

  1. Fiskislóð 1

Gefnum athugasemdafresti vegna óverulegra breytinga á aðalskipulagi fyrir lóðarinnar við Fiskislóð 1 rann út í dag 1. nóvember.  Engar athugasemdir eða fyrirspurnir vegna breytingarinnar hafa borist.

 

Engar athugasemdir hafa borist.

 

 

  1. 5.      Hafnarbraut 37

Erindi frá nýjum eigendum Hafnarbrautar 37 þar sem kynnt eru áform um endurnýjun á klæðningu utan á bílgeymslu sem stendur við húsið.  Samhliða þeirri vinnu verða breytingar á gluggum og þakkanti, teikningar er sýna þær breytingar eru í vinnslu.  Eigendur óska eftir heimild til að hefja vinnu við klæðningu á þeirri hlið er snýr að Brunngötu 1 meðan teikningar eru í vinnslu.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd heimilar að vinna við klæðningu á veggnum er snýr að Brunngötu 1 hefjist.

 

  1. 6.      Úttekt vegna bláfánans

Erindi frá Jóni Jónssyni þar sem lagt er til að sveitarfélagið geri úttekt á því hvaða aðgerðir þyrfti að ráðast í og hvaða kostnaður gæti fylgt því að fá leyfi til að Hólmavíkurhöfn flaggi bláfánanum.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún láti vinna úttektina og leggi fyrir næsta fund nefndarinnar.

 

  1. 7.      Húsafriðunarsjóður

Erindi frá Jóni Jónssyni þar sem lagt er til að sveitarfélagið sæki um styrki úr Húsafriðunarsjóði, hvar frestur rennur út 1. desember næstkomandi, vegna tveggja mikilvægra verkefna:

1) Húsakönnun í dreifbýli Strandabyggðar.

2) Styrk til að vinna undirbúningsvinnu fyrir tillögu að verndarsvæði í byggð.               

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að sækja um styrki í ofangreind verkefni.

 

  1. 8.      Önnur mál

a)      Fjárhagsáætlun

Umhverfis- og skipulagsnefnd óskar eftir við sveitarstjórn að fá að vera með í ráðum við frágang fjárhagsáætlunar í þeim málaflokkum sem að henni snúa.

 

 

 

 

Eiríkur Valdimarsson

Jón Jónsson

Hafdís Gunnarsdóttir

Ásta Þórisdóttir

Hafdís Sturlaugsdóttir

Gísli Gunnlaugsson

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón