A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd - 13.ágúst 2018

Fundargerð.

 

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  mánudaginn          13. ágúst  2018,  kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundinn sátu:  Eiríkur Valdimarsson formaður,  Jón Jónsson, Hafdís Sturlaugsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir,             Ingimundur Jóhannsson, Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

 

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

 1.      Lækjartún 4

Erindi frá Helgu Gunnarsdóttur þar sem hún sækir um leyfi til að byggja sólskála við hús sitt að Lækjartúni 4 á Hólmavík.  Meðfylgjandi eru rissteikningar af sólskálanum og ljósmynd af húsinu.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsóknina með því skilyrði að umsækjandi skili inn fullnaðarteikningum af íbúðarhúsinu með sólskálanum. Jafnframt þarf að gera grein fyrir á hvern hátt loftræstingu úr eldhúsi og búri verði háttað eftir að sólskálinn hefur verið reistur.

 

 2.      Lækjartún 10

Erindi frá Eggerti S. Kristjánssyni þar sem hann óskar eftir heimilid til að steypa garðvegg við gangstéttina framan við húsið að Lækjartúni 10.  Meðfylgjandi er gróf rissteikning og ljósmyndir.

 

Umhverfis- skipulagsnefnd samþykkir erindið.  Áður en framkvæmdir hefjast skal umsækjandi skila til byggingarfulltrúa samþykki lóðarhafa að Lækjartúni 12 fyrir hæð og staðsetningu garðveggsins á lóðarmörkum.

 

 3.      Gámasvæði

Hafdís Gunnarsdóttir hefur, í tölvupósti, vakið athygli á slæmri umgengni á gámasvæðinu í Réttarvík.  Rætt verður um svæðið og endurskoðun á umgengnis-reglum sem hafa verið í gildi um svæðið.

 

Samþykkt að vinna áfram að endurskoðun umgengnisreglna fyrir gáma- og geymslusvæðin fram að næsta fundi. Nefndin skorar á sveitarstjórn að beita sér í því að umgengni á svæðunum sé í samræmi við gildandi reglur.

 

 4.      Aðalskipulag, óveruleg breyting

Framhaldið umræðu frá síðasta fundi nefndarinnar um bréf Skipulagsstofnunar vegna afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar og sveitarstjórnar á óverulegri breytingu á aðalskipulagi Strandabyggðar sem samþykkt var í apríl s.l.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að falla frá fyrri samþykktum um óverulega breytingu á aðaskipulagi vegna Hafnarbraut 17 og Fiskislóð 1.

 

Nefndin samþykkir, í framhaldi af ábendingu Skipulagsstofnunar og breytinga á reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr.649/2018, að heimila breytingu á notkun Hafnarbrautar 17 þannig að hluti þess verði nýtur fyrir minna gistiheimili.  Helstu rök fyrir samþykktinni eru að Hafnarbraut 17 stendur við aðalaðkomuleiðina inn í plássið, við hlið lóðarinnar, við Hafnarbraut 19, er skilgreindur reitur fyrir þjónustustofnanir (Sparisjóðurinn), einnig eru bílastæði fram við lóðina.  

Ofangreind samþykkt verði send í grendarkynningu til eigenda húsanna við Hafnarbraut 15 og 19.

 

Afgreiðslu vegna breytinga á Fiskislóð 1 er frestað til næsta fundar.

 

 5.      Umhverfisáták

Rætt um fyrirkomulag á umhverfisátaki í Strandabyggð og þá einkum í þéttbýlinu á Hólmavík.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hefja umhverfisátak strax í haust.  Átakið hefjist á Skeiðinu á Hólmavík og unnið verði í samræmi við tillögur að verklagi, sem fjallað var um á fundinu.

 

 6.      Önnur mál

a)      Endurskoðun aðalskipulags

        Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hefja undirbúning að endurskoðun aðalskipulags í                  samræmi við 35. gr. Skipulagslaga.

 

b)     Fundargerðir

      Nefndin telur að lagfær þurfi dagsetningar og röðun fundargerða

      nefndarinnar á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

 

 

Eiríkur Valdimarsson

Jón Jónsson

Hafdís Sturlaugsdóttir

Hafdís Gunnarsdóttir

Ingimundur Jóhannsson

Gísli Gunnlaugsson

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón