A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd 15. september 2011

Fundur haldinn í byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 15. september 2011 kl. 18.00 á skrifstofu sveitarfélagsins. Fundarmenn voru Hafdís Sturlaugsdóttir, Valgeir Örn Kristjánsson, Þorsteinn Paul Newton og Ingibjörg Emilsdóttir sem ritaði fundargerð. Einnig sátu fundinn Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi.  

 

Fundarefni:

  

1. Umsókn um byggingarleyfi fyrir baðhúsi að Tungulandi 3, Langadal. Erindi frá Alberti M. Högnasyni, dags. 30. ágúst 2011.

2. Umsókn um lóð fyrir frystigám. Erindi frá Hlökk ehf. Móttekið 5. september 2011.

3. Önnur mál

 

Og þá var gengið til dagskrár:

 

1. Umsókn um byggingarleyfi fyrir baðhúsi að Tungulandi 3, Langadal. Erindi frá Alberti M. Högnasyni, dags. 30. ágúst 2011.

Erindi samþykkt.


2. Umsókn um lóð fyrir frystigám. Erindi frá Hlökk ehf. Móttekið 5. september 2011.

Erindi samþykkt.


3. Önnur mál.

a. Umsókn frá Daníel Ingimundarsyni um leyfi til að rífa niður skorstein að Hafnarbraut 20. Erindi samþykkt.

b. Umsókn um land til skógræktar og hugsanlega frekari framkvæmda frá Bjarnveigu ehf. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að Bjarnveigu ehf. verði úthlutuð umbeðinni lóð við Brekkusel.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.: 19:24

 

Hafdís Sturlaugsdóttir,

Valgeir Örn Kristjánsson,

Þorsteinn Paul Newton,

Ingibjörg Emilsdóttir,

Einar Indriðason,

Gísli Gunnlaugsson.

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón