A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Landbúnađar- og dreifbýlisnefnd - 7. apríl 2011

Fundur var haldinn Landbúnaðar- og dreifbýlisnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 7. apríl 2011 kl. 16:00 á skrifstofu Strandabyggðar.

 

Mættir voru Dagrún Magnúsdóttir, Magnús Sveinsson, Jón Stefánsson, Marta Sigvaldadóttir.

1. Íbúafundur um þjónustu,þróun og eflingu dreifbýlis í Strandabyggð.


Lagt er til að fundurinn verði með sama fyrirkomulagi og var á síðasta almenna íbúafundi og verði 19 apríl 2011 í Sauðfjársetrinu.

2. Refa- og minnkaveiðar í Strandabyggð.


Nefndin er sammála um að Jón Stefánsson taki að sér ásamt Ingibjörgu sveitastjóra að semja reglur um refa- og minnkaveiðar. Nefndin var sammála um að þeir sem stunda refaveiðar að vetri hreinsi til eftir sig allan úrgang eftir útburð.

3. Hugmyndir um flutning á hreindýrum á Vestfirði, erindi frá Sauðfjárveikivarnarnefnd Strandabyggðar og nágrenis.


Lagt fram til kynningar.

4. Endurbætur á réttum í Strandabyggð.

Nefndin var sammála að réttir í sveitafélaginu séu í mjög slöku ástandi og þurfa lagfærina fyrir næsta haust 2011, lagt var til að nefndin taki að sér að gera úttekt á ástandi réttanna.

5. Staðardagskrá Strandabyggðar.


Lagt til að verði frestað til næsta fundar.

6. Önnur mál.


Lagt fram til kynningar: Fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög á Vestfjörðum,um stjórn fjallskilamála.

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

 

Dagrún Magnúsdóttir (sign)
Magnús Sveinsson (sign)
Jón Stefánsson (sign)
Marta Sigvaldadóttir (sign)

ATH: Fundargerðin var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2011

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón