A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd, 4 apríl 2019

Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd – 4. apríl 2019

Fundur var haldinn í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 4. Apríl 2019, kl. 20:00, í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík.

 

Til fundarins voru boðaðir fulltrúar ADH nefndar.

Eftirtaldir nefndarmenn mættir:  Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Viktoría Rán Ólafsdóttir og Pétur Matthíasson en Barbara Ósk Guðbjartsdóttir og Sverrir Guðmundsson boðuðu forföll. Valgeir Örn Kristjánsson og Hlíf Hrólfsdóttir varamenn mættu í stað þeirra.  Viktoría Rán ritar fundagerð.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Minnisblað frá bændafundi í Sævangi 8. febrúar 2019. Kynning.
  2. Réttardagar í Strandabyggð haustið 2019
  3. Erindi frá Dalabyggð varðandi fjallskil á Kleifum í Gilsfirði.
  4. Endurskoðun reglna um refaveiðar
  5. Önnur mál

Fundargerð:

1. Minnisblað frá bændafundi í Sævangi 8. febrúar 2019 var tekið til kynningar. Helstu atriði fundar rædd og fundarmenn tóku undir mikilvægi þess að leitarstjórar kæmu saman tímanlega til að ganga frá skipulagi haustsins og samráð þarf að hafa við nærsvæði Strandabyggðar. Nefndarmenn fela sveitarstjóra að kalla saman leitarstjóra viðkomandi svæða, eigi síðar en 15. ágúst.

 

2. Drög voru lögð að réttardögum í Strandabyggð fyrir haustið 2019:

Staðarrétt; Sunnudagurinn 8. eða 15. september (seinkun?)
Skeljavíkurrétt; Föstudagurinn 6. eða 13. september (seinkun?)
Kirkjubólsrétt; Sunnudagurinn 15. september                         

Kolla- og Bitrufjörður; Sunnudagurinn 15. september

Nefndin leggur til ofangreint skipulag til sveitarstjórnar, sem byggir á þeim forsendum að sveitarstjóri nái samkomulagi við Reykhólahrepp um samræmingu á milli svæða.

 

3. Erindi frá Dalabyggð varðandi fjallskil á Kleifum í Gilsfirði var kynnt og tekið til skoðunar.

Erindið fjallar um ósk Dalabyggðar um að Strandabyggð og Reykhólahreppur taki Kleifar í Gilsfirði með sínum leitarsvæðum. Umræður sköpuðust um hvað fjallskil á Kleifum krefðist margra leitarmanna (hve stórt er svæðið og er hægt að samþætta annari leit) og hvort rétt sé að leitarmenn fái greiðslu fyrir, ef svo hver á að standa skil á þeim kostnaði? Æskilegt væri að sveitarstjórar svæðanna tveggja öfluðu upplýsinga um málið sem allra fyrst og kæmust að samkomulagi við bændur sem eiga fjárvon á svæðinu um fjallskil. Dalabyggð óskar eftir því að þetta mál verði tekið fyrir á vormánuðum 2019 svo hægt sé að ganga frá fjallskilum á landi Kleifa. 

 

4. Endurskoðun reglna um refaveiðar
a. Skortur hefur verið á miðlun GSP-hnita á milli refaskytta. Ekki hafa fundist hnit fyrir Ennisháls að Forvaði, en sveitarstjóra er falið að leita til núverandi grenjaskyttna þessa einstaka svæðis til að uppfylla reglugerðir sveitarfélagsins.

b. Í reglum um refaveiðar í Strandabyggð frá árinu 2012 er í lið 2.1 fjallað um útburð ætis sem kunna að vera í ósamræmi við núverandi lög, sem tilgreina að útburður á æti sé bannaður nema með leyfi UST. Nefndarmenn leggja til að grein 2.1 sé því endurskoðuð af sveitarstjórn sem fyrst. Réttast væri að taka hana út.

c. Umræða skapaðist um gjaldskrá grenjavinnslu, sem þarfnast uppfærslu þar sem verðin hafa verið óbreytt síðan 2012. Nefndarmenn leggja til að sveitarstjórn endurskoði gjaldskránna fyrir apríllok 2019 en grenjatímabilið hefst 1. maí og er til 31. júlí.

d. Í lið 1.3 í reglum um refaveiðar Strandabyggðar er hlaupadýratímabilið ranglega skráð. Rétt tímabil er 1. ágúst til 30. apríl.

 

5. Önnur mál

  1. Í haust lagði nefndin fram áherslur og tillögur um helstu verkefni núverandi kjörtímabils, tímaramma og ábyrgð. Nefndarformaður greindi frá því að sveitarstjórn hefði tekið áherslurnar til skoðunar. Nefndarmenn óskar eftir samantekt og nánari upplýsingum um hvaða verkefni eru komin í farveg og þá með hvaða hætti? Einnig væri gagnlegt að fá upplýsingar um viðbrögð og stöðuna á öðrum tillögum.
  2. Húsnæðismálin voru tekin til umræðu. Miklvægt er að skoða uppbyggingu smærri íbúða samhliða stærri íbúða. Erfitt hefur verið að manna fjölmargar starfstöður á svæðinu, en skortur á boðlegu húsnæði hefur verið vandamál.  
  3. Sæeyrnaeldi var rætt. Getur Strandabyggð í samstarfi við Vestfjarðarstofu kannað skilyrði og grunnþarfir sæeyrnaaeldis á nærsvæði Strandabyggðar. 
  4. Hitaveitumál komu til umræðu sem var áhersluverkefni nefndarinnar. Mikilvægt er að fá nánari upplýsingar um framvindu þess verkefnis.

 

Fleira ekki rætt.  Fundi slitið kl: 21:50

 

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón