A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hreinsunarátak - umhverfisvikur í Gula hverfinu

| 20. júní 2011
Mynd Jón Jónsson
Mynd Jón Jónsson

Í tengslum við hreinsunarátak - umhverfisvikur í Strandabyggð sem greint var frá á vef sveitarfélagsins, sjá hér, mun Sorpsamlag Strandasýslu vera með aukagáma fyrir timbur og járnarusl í Gula hverfinu á eftirtöldum stöðum í sumar:

- Bitrufjörður dagana 27. júní - 1. júlí 2011
- Kollafjörður dagana 4. - 8. júlí 2011
- Tungusveit dagana 11. - 15. júlí 2011
- Ísafjarðardjúp dagana 18. - 22. júlí 2011

Eru allir íbúar hvattir til að taka þátt í hreinsunarátakinu og nýta sér þessa þjónustu.

Til fyrirmyndar: Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík

| 20. júní 2011
Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík valið Til fyrirmyndar. Mynd IV.
Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík valið Til fyrirmyndar. Mynd IV.
« 1 af 5 »
Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík, KSH, hefur verið valið Til fyrirmyndar að þessu sinni og er vel að því komið. KSH á langa sögu á Hólmavík eða allt frá árinu 1898, sögu sem er samofin lífi íbúa og allri atvinnustarfsemi á Ströndum. KSH er eitt af fáum kaupfélögum sem eftir lifa á landinu og er kraftur og jákvæð framtíðarsýn einkennandi fyrir fyrirtækið. Í ár hefur KSH stóraukið þjónustu við viðskiptavini sína sem er svæðinu öllu til sóma....
Meira

Straufínar Strandir! Hreinsunarátak - umhverfisvikur

| 19. júní 2011
Myndi IV.
Myndi IV.

Hreinsunarátak - umhverfisvikur eru nú hafnar í Strandabyggð og eru fyrirtæki, stofnanir og íbúar hvattir til að taka þátt. Kvennakórinn Norðurljós reið á vaðið með ruslatínslu meðfram vegum á vegum Vegagerðarinnar og Vinnuskólinn í Strandabyggð fegrar umhverfið á hverjum degi. Þá hefur fjöldi íbúa lagt hönd á plóg með hreinsun í kringum bæi, tún og fjörur og í kringum íbúðarhús og götur á Hólmavík sem er til fyrirmyndar.


...
Meira

Sveitarstjórnarfundur 1184 og fundir í nefndum

| 18. júní 2011

Fundur 1184 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 21. júní 2011 og hefst fundurinn kl. 18:00 á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3. Dagskrá fundarins má sjá hér: http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/tilkynningar/skra/230/


Mánudaginn 20. júní verður fundur haldinn í Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd og hefst hann kl. 18:00. Er þetta síðasti fundur Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar fyrir sumarfrí. Þeir sem eru með erindi á fund nefndarinnar eru beðnir um að koma með þau á skrifstofu Strandabyggðar mánudaginn 20. júní milli kl. 10:00 - 14:00 eða senda tölvupóst á strandabyggd@strandabyggd.is fyrir kl. 16:00.


Atvinnumála- og hafnarnefnd og Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd munu einnig funda 20. júní 2011.

Útskrift úr leikskólanum Lækjarbrekku

| 18. júní 2011
Útskrift úr leikskólanum Lækjarbrekku. Myndir IV.
Útskrift úr leikskólanum Lækjarbrekku. Myndir IV.
« 1 af 24 »

Fimm nemendur útskrifuðust úr leikskólanum Lækjarbrekku þann 16. júní 2011 á fjölmennum og skemmtilegum grilldegi sem haldinn var við skólann. Sveitarfélagið Strandabyggð óskar útskriftarnemunum þeim Brynhildi, Jóni Hauk, Míró, Sólveigu Maríu og Sævari og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með áfangann! Victor Örn Victorsson frá Strandahestum mætti á grilldaginn ásamt hestinum Degi og vöktu þeir félagar miklar vinsældir. Gestir fengu grillaða hamborgara og glæsilega andlitsmálningu og héldu nemendur og starfsfólk skólans glaðir í sumarfrí að hátíðinni lokinni. Fyrsti dagur eftir sumarfrí er þriðjudagurinn 26. júlí.

 

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón