A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Starf tómstundafulltrúa Strandabyggðar 1. árs

| 06. febrúar 2012
Arnar S. Jónsson tómstundafulltrúi.
Arnar S. Jónsson tómstundafulltrúi.
Um s.l. áramót var liðið eitt ár frá því að Arnar S. Jónsson tók við nýju starfi tómstundafulltrúa í Strandabyggð. Starfið sem er í stöðugri þróun felur í sér afar fjölþætt verkefni á sviði tómstunda, íþrótta og menningar í sveitarfélaginu. Í ársskýrslu tómstundafulltrúa sem lögð var fyrir Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd og sveitarstjórn Strandabyggðar nú í janúar s.l. má sjá yfirlit yfir starfsemina árið 2011.

Arnar S. Jónsson var einn af þremur efstu í vali á Strandamanni ársins 2011 sem fréttavefurinn www.strandir.is stendur fyrir árlega. Jákvæðar umsagnir og ánægja íbúa segja allt um hversu vel Arnari hefur tekist til í starfi tómstundafulltrúa sem og fleiri verkefnum:...
Meira

Skrifað undir samning við Félag eldri borgara

| 03. febrúar 2012
Arnar S. Jónsson tómstundafulltrúi, Maríus Kárason formaður Félags eldri borgara og Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri fagna nýjum samningi.
Arnar S. Jónsson tómstundafulltrúi, Maríus Kárason formaður Félags eldri borgara og Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri fagna nýjum samningi.
« 1 af 2 »
Síðastliðinn miðvikudag var hátíðleg stund á skrifstofu Strandabyggðar, en þá var skrifað undir styrktarsamning milli Félags eldri borgara í Strandasýslu og sveitarfélagsins Strandabyggðar. Meginmarkmið samningsins, sem gildir til þriggja ára, er að styðja við þá mikilvægu og öflugu starfsemi sem fer fram allt árið um kring á vegum félagsins. Formaður Félags eldri borgara í Strandasýslu, Maríus Kárason, skrifaði undir samninginn fyrir hönd félagsins og Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri skrifaði undir fyrir hönd Strandabyggðar.

Allir íbúar 60 ára og eldri geta gengið í Félag eldri borgara í Strandasýslu og notið þess frábæra starfs sem þar fer fram.
  

Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur næsta mánudag

| 02. febrúar 2012
Á Lækjarbrekku eru gleði, virðing og vinátta í fyrirrúmi!
Á Lækjarbrekku eru gleði, virðing og vinátta í fyrirrúmi!
Í tilefni af degi leikskólans mánudaginn 6. febrúar verður opið hús í leikskólanum Lækjarbrekku þann dag frá kl. 9:00-12:00 og 14:00-16:00. Allir sem hafa áhuga á að koma og skoða leikskólann eru hjartanlega velkomnir í heimsókn.

Í tilkynningu frá börnum og starfsfólki á Lækjarbrekku kemur fram að þau vonist til að sjá sem flesta mæta. Íbúar í Strandabyggð eru hvattir til að nýta sér þetta skemmtilega boð og kíkja í heimsókn á leikskólann næsta mánudag!
 
  

Samningur við Gísla Gunnlaugsson byggingarfulltrúa

| 02. febrúar 2012
Jón Gísli Jónsson formaður Skipulagssviðs, Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi og Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar við undirritun samningsins í gær.
Jón Gísli Jónsson formaður Skipulagssviðs, Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi og Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar við undirritun samningsins í gær.
1. febrúar 2012 var undirritaður samningur við Gísla Gunnlaugsson byggingarfulltrúa. Í samningnum felst að Gísli annast öll þau verkefni sem tilheyra starfi skipulags- og byggingarfulltrúa samkvæmt gildandi Skipulagslögum og Mannvirkjalögum og tilheyrandi reglugerðum. Þar á meðal undirbúningi funda Umhverfis- og skipulagsnefndar í samráði við formann nefndarinnar, fundarseta, ritun fundargerða og frágangur erinda eftir staðfestingu sveitarstjórnar. Auk þess sinnir Gísli ýmsum tilfallandi verkefnum fyrir Strandabyggð, þ.á.m. ráðgjöf varðandi viðhald, minniháttar hönnunarverkefni o.s.frv. Byggingarfulltrúi verður áfram með viðtalstíma á skrifstofu Strandabyggðar sem verða auglýstir hér á vefsíðu sveitarfélagsins. Með samningnum er lögð áhersla á að efla fagmennsku og auka þjónustu við íbúa Strandabyggðar.  

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps eins árs í dag

| 01. febrúar 2012
Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps er eins árs í dag, þann 1. febrúar, en fyrir ári síðan hóf Hildur Jakobína Gísladóttir störf sem félagsmálastjóri í 70% starfi. Þeir málaflokkar sem félagsþjónustan sinnir er, barnavernd, félagsleg ráðgjöf, félagsleg heimaþjónusta, fjárhagsaðstoð, málefni aldraðra og málefni fatlaðra. Á árinu sem hefur liðið frá því að Félagsþjónustan tók til starfa hefur gríðarlega mikið og mikilvægt starf verið unnið við að skilgreina grunnþætti starfsins, m.a. við að útbúa reglur og verkferla í nánast öllum málaflokkum.


Með því að smella hér má lesa yfirlit um starf Félagsþjónustu Reykhóla og Stranda fyrsta starfsárið. Strandabyggð óskar afmælisbarninu innilega til hamingju með daginn!

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón