A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Breytingar á fjallskilaseðli

| 14. september 2012
Úr Kirkjubólsrétt - ljósm. JJ
Úr Kirkjubólsrétt - ljósm. JJ
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti á síðasta fundi sínum breytingu á áður samþykktum fjallskilaseðli fyrir árið 2012. Breytingin felst í því að Broddanesrétt fellur niður að þessu sinni en rétta átti þar dagana 16. og 29. september. Bændum í Kollafirði og Bitru norðan sauðfjárveikivarnagirðingar er þess í stað bent á Kirkjubólsrétt þar sem réttað er sömu daga, með það fé sem ekki er sótt á milli bæja. Gerð verður könnun í haust á viðhorfum bænda í Kollafirði og Bitru norðan sauðfjárveikivarnagirðingar um hvaða fyrirkomulag þeir vilja hafa á réttum í framtíðinni.

Hægt er að nálgast nýja útgáfu af leitarseðlinum með því að smella hér.

Sundlaugin komin í lag

| 12. september 2012
Sundlaugin á Hólmavík
Sundlaugin á Hólmavík
Tölvubúnaður sem var bilaður í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík er kominn í lag. Því er nú opið í sund og potta samkvæmt vetraráætlun.

Félagsstarf eldri borgara hefst í næstu viku

| 11. september 2012
Unnið að dýrgripasköpun - ljósm. IV
Unnið að dýrgripasköpun - ljósm. IV
Þriðjudaginn 18. september nk. hefst félagsstarf eldri borgara á vegum Strandabyggðar. Starfsemin er í Félagsheimilinu á Hólmavík og verður þar á öllum þriðjudögum í vetur frá kl. 14:00 til 17:00. Eins og mörg undanfarin ár er Ingibjörg Sigurðardóttir umsjónarmaður félagsstarfsins.

Strandabyggð hvetur sem flesta eldri borgara til að taka þátt í starfinu, enda er það bæði skemmtilegt og gefandi.

Heilsuefling í komandi viku

| 10. september 2012
Heilsuefling í formi smalamennsku - ljósm. af vef Sauðfjársetursins
Heilsuefling í formi smalamennsku - ljósm. af vef Sauðfjársetursins
Heilsuefling í Strandabyggð heldur áfram í nýhafinni viku. Sundleikfimi sem vera átti í dag kl. 17:00 fellur þó niður, þar sem enn er bilun í tölvubúnaði sundlaugarinnar. Von er á viðgerð á búnaðinum nú um miðja þessa viku. Á þriðjudag verður hefðbundin dagskrá með hádegisrölti, fótbolta og badmintoni í Íþróttamiðstöð. Á miðvikudag stjórnar Andrea K. Jónsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar hádegisrölti frá Þróunarsetrinu - þá gefst tilvalið tækifæri fyrir íbúa að mæta og kynnast nýja sveitarstjóranum. Síðar sama dag verður sundkennsla fyrir fullorðna kl 17:00.

Skoðið dagskrá næstu daga með því að smella hér.

Sveitarstjórnarfundur 11. september

| 07. september 2012
Hólmavíkurkirkja - ljósm. ÁJ
Hólmavíkurkirkja - ljósm. ÁJ
Sveitarstjórnarfundur nr. 1200 í Strandabyggð verður haldinn þriðjudaginn 11. september nk. Fundurinn verður haldinn í Hnyðju að Höfðagötu 3 á Hólmavík og hefst kl. 16:00.

Dagskrá fundarins má sjá með því að smella hér.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón