A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fyrirlestur um netfíkn á Hólmavík

| 02. október 2012
Eyjólfur Örn Jónsson
Eyjólfur Örn Jónsson
Þann 24. október nk. heldur sálfræðingurinn Eyjólfur Örn Jónsson fyrirlestur um netfíkn í Félagsheimilinu á Hólmavík. Eyjólfur er einn af aðstandendum vefsins persona.is, nam sálfræði við Háskólann í Árósum og er sérfróður um netfíkn. Tómstundafulltrúi Strandabyggðar stendur fyrir viðburðinum ásamt góðum styrktaraðilum sem verða kynntir síðar. Ljóst er að fyrirlesturinn er um afar mikilvægt málefni sem snertir fjölmarga einstaklinga og hópa nútímasamfélags. Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn, börn og fullorðnir. Enginn aðgangseyrir er að viðburðinum. 

Á síðustu árum hefur athygli fólks í sífellt auknum mæli beinst að ofnotkun fólks á netinu. Rannsóknir benda til að á bilinu 6 til 24% netnotenda ánetjist notkun sinni og eru Íslendingar þar alls ekki undanskildir. Í erindinu fjallar Eyjólfur um hættur netsins, hverjir séu í hættu með að „ánetjast" notkun sinni, hver einkenni ofnotkunar eru, hvað slík notkun getur haft í för með sér og hvað foreldrar og fagfólk getur gert til að fyrirbyggja vandann þegar hægt er og takast á við hann þegar svo ber undir.

Heilsueflingu formlega lokið - samt nóg eftir!

| 02. október 2012
Út að ganga - ekki hanga - ljósm. af vef Grunnskólans á Hólmavík
Út að ganga - ekki hanga - ljósm. af vef Grunnskólans á Hólmavík
Nú er heilsueflingu í Strandabyggð formlega lokið, enda septembermánuður liðinn. Nokkrir dagskrárliðir eru eftir, t.d. lokapunkturinn sem er veglegt hlaup á vegum Umf. Geislans sem fer fram þann 6. október (sjá nánar með því að smella hér). Þá verða sundleikfimi (mánudagar kl. 17:00) og sundkennsla (miðvikudagar kl. 17:00) í boði næstu tvær vikur. Ef þátttaka verður næg mun sundleikfimin halda áfram svo lengi sem veður leyfir. Á morgun hefst átak í Grunnskólanum á Hólmavík tengt verkefninu Göngum í skólann. Í skólanum verður áfram hafragrautur í boði í nestistíma út októbermánuði, en hann sló sannarlega í gegn í september.
...
Meira

Aðalfundur foreldrafélags Grunnskólans í kvöld

| 25. september 2012
Hólmavíkurkirkja - ljósm. ASJ
Hólmavíkurkirkja - ljósm. ASJ
Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík verður haldinn í Hnyðju (Þróunarsetrinu á Hólmavík) í kvöld, þriðjudaginn 25. sept, klukkan 18:00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir aðstoðarskólastjóri með skemmtilegt erindi þar sem hún leggur þrautir fyrir fullorðna fólkið og kannar hvort foreldrar geti leyst það sem börnin þurfa að finna lausn á. Í lokin verður viðstöddum síðan boðið upp á gómsætar pizzur frá Café Riis.

Skólahreysti um helgina

| 21. september 2012
Fjör í Íþróttamiðstöðinni - ljósm. IB
Fjör í Íþróttamiðstöðinni - ljósm. IB
Heilsuefling í Strandabyggð er nú í fullum gangi. Á laugardaginn er spennandi dagskrá í Íþróttamiðstöðinni, en þá verður Helena Ósk Jónsdóttir með íþróttatíma fyrir börn og unglinga. Eins og undanfarna laugardagsmorgna mæta leikskólabörn 3-6 ára kl. 11:00 og fara í leiki og þrautabraut.

Kl. 12:30 geta krakkar í 1.-6. bekk mætt, en þá verður farið í skólahreystibraut með tímatöku. Helena hefur einmitt þjálfað nemendur í Heiðarskóla í Keflavík í skólahreysti undanfarin ár með frábærum árangri. Kl. 13:40 mætir síðan 7.-10. bekkur og fer í skólahreystibraut, m.a. í upphífingar, dýfur og armbeygjur. Skráning er hjá Ingibjörgu í síma 663-0497.

Vetrarstarf Kvennakórsins Norðurljósa að hefjast

| 21. september 2012
Kvennakórinn Norðurljós í fullum herklæðum
Kvennakórinn Norðurljós í fullum herklæðum
Kvennakórinn Norðurljós - eini kvennakórinn í Strandabyggð - er að hefja starfsemi sína í vetur. Kórinn hefur verið mjög öflugur undanfarin ár og haldið tónleika víða við góðan orðstír. Í tilkynningu frá kórnum kemur fram að allir þeir sem hafa gaman af tónlist og góðum félagsskap ættu að íhuga að taka þátt í starfi kórsins. Engin inntökupróf og óhætt fyrir óvana og hrædda að prófa. Fyrsta æfing/samvera verður þriðjudaginn 25. september kl. 19.30 í Hólmavíkurkirkju, en þar verða rædd verkefni vetrarins. 
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón