A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Baráttudagur gegn einelti í næstu viku

| 02. nóvember 2012
Fimmtudagurinn 8. nóvember nk. er baráttudagur gegn einelti hér á landi. Þá er þjóðin hvött til að standa saman gegn einelti í samfélaginu; samtök og vinnustaðir eru hvattir til að beina sjónum að jákvæðum samskiptum, jákvæðum skólabrag og góðum starfsanda. Í tengslum við daginn eru sem allra flestir hvattir til að skrifa undir þjóðarsáttmála gegn einelti sem er aðgengilegur á heimasíðunni gegneinelti.is. Grunnskólinn á Hólmavík hefur þegar ákveðið að taka þátt í deginum með áberandi hætti sem nánar verður skýrt frá í næstu viku. Strandabyggð hvetur fyrirtæki, samtök og stofnanir í sveitarfélaginu til að taka virkan þátt í deginum....
Meira

Unglingar í Strandabyggð vilja samveru með fjölskyldunni

| 02. nóvember 2012
Uppátækjasamir unglingar í Strandabyggð - ljósm. af vef Grunnskólans
Uppátækjasamir unglingar í Strandabyggð - ljósm. af vef Grunnskólans
Síðasta miðvikudag var Forvarnardagurinn haldinn um land allt. Hann var einnig haldinn í Grunnskólanum á Hólmavík, en þar unnu unglingar í 8. og 9. bekk ítarlega verkefnavinnu. Arnar S. Jónsson hafði umsjón með vinnunni sem fól það m.a. í sér að krakkarnir horfðu á myndbönd og unnu síðan í hópum þar sem farið var yfir hvað krökkunum finnst um samveru fjölskyldunnar, æskulýðs- og íþróttastarf og áfengisneyslu. Þar kom í ljós að samvera með fjölskyldunni er þeim ofarlega í huga - enda er hún ein besta forvörn sem til er.

Hægt er að sjá niðurstöður krakkanna úr Grunnskólanum á Hólmavík með því að smella hér
.

Fræðslukvöldi um barnsmissi frestað um viku

| 31. október 2012
Regnbogi á Ströndum - ASJ
Regnbogi á Ströndum - ASJ
Fræðslukvöld um barnsmissi sem fara átti fram í Hólmavíkurkirkju fimmtudagskvöldið 1. nóvember hefur verið frestað um viku vegna slæmrar veðurspár. Ný dagsetning á viðburðinn, sem er opinn fyrir alla og fjallar um sorgarúrvinnslu i kjölfar fósturláts eða barnsmissis, er fimmtudagurinn 8. nóvember kl. 20:00.

Það er Hildur Jakobína Gísladóttir félagsmálastjóri Reykhóla og Stranda sem heldur fyrirlesturinn.

Fjölmennur fyrirlestur um netfíkn

| 25. október 2012
Fyrirlesturinn var afar vel sóttur - ljósm. Jón Jónsson
Fyrirlesturinn var afar vel sóttur - ljósm. Jón Jónsson
« 1 af 2 »
Fyrirlestur Eyjólfs Arnar Jónssonar sálfræðings um netfíkn sem fram fór í Félagsheimilinu í gær var afskaplega vel sóttur, en rétt tæplega 80 manns sóttu viðburðinn. Eyjólfur kom inn á mörg atriði sem hreyfðu duglega við gestum og tók dæmi sem án efa voru sjokkerandi fyrir marga, enda er netfíkn alvarlegt vandamál og mjög svo vaxandi í hinum vestræna heimi.

Eftir fyrirlesturinn gátu gestir lagt fram spurningar og við það sköpuðust miklar og gagnlegar umræður. Tómstundafulltrúi Strandabyggðar stóð fyrir fyrirlestrinum. Styrktaraðilum og fyrirlesara er hér með þakkað innilega fyrir sitt framlag.

Fræðslukvöld um barnsmissi

| 25. október 2012
Fyrirlesturinn fer fram í Hólmavíkurkirkju - ljósm. ASJ
Fyrirlesturinn fer fram í Hólmavíkurkirkju - ljósm. ASJ
Fræðslukvöld um barnsmissi verður haldið í Hólmavíkurkirkju kl. 20:00 fimmtudaginn 1. nóvember. Viðburðurinn er ætlaður fagfólki, foreldrum og öðrum aðstandendum. Hildur Jakobína Gísladóttir félagsmálastjóri flytur fræðsluerindi og síðan gefst færi á að spjalla, deila reynslu sinni eða fá svör við fyrirspurnum. Allir eru hjartanlega velkomnir. Styrktaraðilar fræðslukvöldsins eru Strandasýsludeild Rauða Krossins, Hólmavíkurkirkja, Reykhólahreppur og Strandabyggð. Hildur Jakobína er stofnandi samtakanna Litlir englar, en samtökin eru ætluð þeim sem hafa misst börn sín í móðurkviði, í fæðingu eða stuttu eftir fæðingu. Íbúar í Strandabyggð eru hvattir til að fjölmenna á fræðslukvöldið.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón