A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fundur í sveitarstjórn í dag

| 08. febrúar 2011
Vetur á Hólmavík, 5. febrúar 2011.      Mynd: IV
Vetur á Hólmavík, 5. febrúar 2011. Mynd: IV
Fundur 1177 verður haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar í dag. Fundurinn hefst kl. 18:15 á skrifstofu sveitarfélagsins á annari hæð í Þróunarsetrinu að Höfðagötu 3. Dagskrá fundarins má sjá hér.

Næsti sveitarstjórnarfundur í Strandabyggð verður haldinn þriðjudaginn 1. mars n.k. Frestur til að skila inn erindum fyrir þann fund rennur út á miðnætti 23. febrúar.


Dagur leikskólans í dag

| 06. febrúar 2011
Til fyrirmyndar hvađ foreldrar og forráđamenn eru áhugasamir um líf og starf nemendanna í leikskólanum Lćkjarbrekku.
Til fyrirmyndar hvađ foreldrar og forráđamenn eru áhugasamir um líf og starf nemendanna í leikskólanum Lćkjarbrekku.
Dagur leikskólans er í dag, sunnudaginn 6. febrúar. Leikskólinn Lækjarbrekka hélt upp á daginn s.l. föstudag með því að bjóða foreldrum og forráðamönnum í heimsókn í leikskólann. Nemendur, foreldrar, forráðamenn og starfsfólk áttu notalega morgunstund og bauð leikskólinn gestum upp á hollan og góðan morgunmat. Það er til fyrirmyndar að finna hvað foreldrar og forráðamenn í Strandabyggð eru áhugasamir um þáttöku í lífi og starfi nemenda og starfsfólks í leikskólanum Lækjarbrekku, en skemmst er að minnast fjölmenns piparkökumorguns sem haldinn var á Café Riis í desember. Í tilefni af Degi leikskólans hafa nemendur sett upp sýningu í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík og eru allir hvattir til að leggja leið sína þangað og upplifa listsköpun yngstu íbúanna á Ströndum. Strandamönnum er óskað til hamingju með dag leikskólans.

Hægt er að fylgjast með fréttum af leikskólanum Lækjarbrekku á vefsíðu skólans, sjá hér.

Fjölmenni á fyrirlestri um Fjalla-Eyvind og Höllu

| 06. febrúar 2011
Kjartan Ólafsson fer yfir tilgátu sína um 18 dagleiđir Eyvindar og Höllu frá Skjaldabjarnarvík suđur undir Hofsjökul. Mynd: IV
Kjartan Ólafsson fer yfir tilgátu sína um 18 dagleiđir Eyvindar og Höllu frá Skjaldabjarnarvík suđur undir Hofsjökul. Mynd: IV
Fjölmenni var á fyrirlestri Kjartans Ólafssonar, fv. þingmanns og ritstjóra, um Fjalla-Eyvind og Höllu í Skelinni á Hólmavík í gær. Fyrirlesturinn sem bar yfirskriftina ,,Nýjar fréttir af Fjalla-Eyvindi á Ströndum" byggði Kjartan á upplýsingum sem Björk Ingimundardóttir, skjalavörður á Þjóðskjalasafninu, fann í skjölum um yfirheyrslur yfir þeim hjónum sem fram fóru í Árnesi í Trékyllisvík og á Hrófbergi við Steingrímsfjörð vorið 1763. Rannsókn Bjarkar hefur m.a. leitt í ljós að Eyvindur og Halla eignuðust barn í útilegubæli í Drangavíkurfjalli á Ströndum í mars árið 1763 en barnið lifði aðeins í tvo daga. Þetta var skömmu áður en hjónin voru handtekin fyrir sauðaþjófnað og dæmd til ævilangrar refsivistar. 

Kjartan Ólafsson leiddi gesti á eftirminnilegan hátt inn í lífshlaup Eyvindar og Höllu og sýndi skemmtilegar myndir frá ferð hans á slóðir þeirra hjóna norður í Drangavík og Bjarnafjörð s.l. sumar. Björk Ingimundardóttir vinnur nú að grein um þessar nýju upplýsingar til birtingar í Strandapóstinum, tímariti Strandamannafélagi Reykjavíkur.

Sveitarfélagið Strandabyggð styrkir Skelina, lista- og fræðimannadvöl á vegum Þjóðfræðistofu.

29 fréttir fluttar á vefnum í janúar

| 06. febrúar 2011
Mynd: Jón Jónsson
Mynd: Jón Jónsson

Vefur Strandabyggðar fagnaði tveggja ára afmæli sínu í desember 2010 en hann tók við af vefnum www.holmavik.is sem geymir skemmtilegar myndir, upplýsingar og fróðleik um sveitarfélagið. Starfsfólk Strandabyggðar vinnur nú að því að auka fréttaflutning á vef Strandabyggðar til að efla upplýsingaflæði til íbúa og velunnara svæðisins. Alls voru birtar 29 fréttir á vefnum í janúar 2011 en að meðaltali birtust 2 fréttir í mánuði árið 2009 og 5,4 fréttir í mánuði árið 2010. Auglýsingar um sveitarstjórnarfundi eru birtar undir atburðardagatalinu og fundarboðin sjálf má nú finna neðst á síðunni undir Skýrslur og samþykktir. Unnið verður að uppfærslu og nýjungum á vefnum næstu mánuði. Allar hugmyndir og ábendingar um það sem betur má fara á vef Strandabyggðar ásamt nýjum og gömlum myndum af lifi og starfi í sveitarfélaginu eru vel þegnar. Senda má póst á holmavik@holmavik.is eða hafa samband við Jónas Gylfason vefstjóra, í síma 451-3510. 

Framkvćmdastjórar sveitarfélaga á Vestfjörđum funduđu í dag

| 04. febrúar 2011
Oddvitar, sveitarstjórar og bæjarstjórar á Vestfjörðum áttu góðan fund í dag í húsnæði Sambands íslenskra sveitarfélaga Í Reykjavík. Á fundinum var farið yfir 20/20, sóknaráætlun Vestfjarða. Fyrirtækið Alta hélt kynningu á hugmyndum sínum um svæðisgarða auk þess sem Þóroddur Bjarnason, Háskólanum á Akureyri, var með erindi um byggðarþróun og tækifæri á Vestfjörðum. Á fundinum var einnig rætt um brýnustu hagsmunamál sveitarfélaganna. Segir það nokkuð um samgöngumál á Vestfjörðum að auðveldast reyndist að ná flestum framkvæmdarstjórum sveitarfélaga á Vestfjörðum saman á fund í Reykjavík en þangað gátu allir mætt fyrir utan oddvita Árneshrepps, Oddnýju Þórðardóttur þar sem ófært er í hreppinn. Framkvæmdastjórarnir stefna á að hittast aftur á fundi á Hólmavík í lok febrúar ef veður og færð leyfa.
Eldri fćrslur

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Apríl 2020 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Nćstu atburđir

Vefumsjón