A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Menntastođir í fjarnámi til Hólmavíkur

| 22. október 2010

Nú gefst fólki á Norðurlandi og Vestfjörðum tækifæri til að stunda nám í Menntastoðum með dreifnáms- fyrirkomulagi eða fjarfundabúnaði. Dreifnám felst í því að kennt er einu sinni í viku á þriðjudögum frá kl. 16:00-21:00 og annan hvern laugardag frá kl. 09:00-17:00. Kennslan fer fram á Akureyri en þeir sem búa annars staðar geta sótt námið í gegnum fjarfundabúnað í námsverum, meðal annars á Hólmavík. Námið er skipulagt í samvinnu við símenntunarmiðstöðvar SÍMEY, Farskólann á Norðurlandi vestra, Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Þekkingarnet Þingeyinga.

 

Menntastoðir hefjast 5. nóvember 2010 og lýkur í lok maí 2011. Námið hefst á tveimur vinnuhelgum og kennt er frá hádegi á föstudegi fram á sunnudag. Mikilvægt er að allir nemendur mæti þá til Akureyrar. Menntastoðir eru nám á framhaldsskólastigi og gefur um 50 einingar inn í Háskólabrú Keilis. Aldurstakmark 20 ára og eldri.

 

Markmið Menntastoða er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni. Í náminu er lögð áhersla á að nemendur læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Helstu námsgreinar eru stærðfræði, íslenska, upplýsingatækni, enska og danska.

 

Skráning og nánari upplýsingar um námið er hjá SÍMEY í síma 460-5720, betty@simey.is, valgeir@simey.is eða á www.simey.is

 

Skráningu lýkur 2. nóvember 2010

Krakkarnir vilja lagfćra körfuboltavöllinn!

| 19. október 2010
Kolbeinn, krakkarnir og Ingibjörg sveitarstjóri
Kolbeinn, krakkarnir og Ingibjörg sveitarstjóri

Það var líf og fjör á skrifstofu Strandabyggðar í morgun þegar nemendur í 5. og 6. bekk Grunnskólans á Hólmavík mættu þangað með umsjónarkennara sínum Kolbeini Skagfjörð Jósteinssyni. Erindið var að afhenda undirskriftalista þar sem nemendur við skólann fóru fram á að körfuboltavöllur á skólalóðinni verði lagfærður hið fyrsta þannig að nemendur geti stundað þá göfugu íþrótt í frítíma sínum. Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri tók við undirskriftalistanum að viðstöddum oddvita og varaoddvita og verður málið rætt á næsta sveitarstjórnarfundi.

Gott samfélag gulli betra - opinn frćđslufundur um einelti

| 16. október 2010

Þriðjudaginn 19. október mun Guðjón Ólafsson, sérkennslufræðingur og fræðslustjóri Austur-Húnvetninga, fjalla um einelti og mikilvægi uppbyggilegra samskipta á opnum fræðslufundi í Félagsheimilinu á Hólmavík. Strandabyggð stendur fyrir fundinum sem hefst klukkan 18:00. Frábært tækifæri til að byggja upp enn betra og blómlegra samfélag - mætum öll!

Óskađ eftir tillögum frá íbúum um tjaldsvćđiđ á Hólmavík

| 22. september 2010

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur ákveðið að leita eftir ábendingum og tillögum frá íbúum um hvernig bæta megi aðstöðu við tjaldsvæðið á Hólmavík. Svæðið sem er á skjólsælum stað, rétt við sundlaugina og félagsheimilið á Hólmavík, er afar vinsælt og sló aðsókn að því öll met síðastliðið sumar. Fjöldi gesta hafði þá viðdvöl og var svæðið fullsetið allmarga daga og voru tjöld, vagnar og húsbílar einnig á íþróttavelli innan við svæðið og á grasbala neðan við félagsheimilið. Íbúar eru hvattir til að senda hugmyndir um úrbætur, aðstöðu og afþreyingu, jafnt stórar og smáar, á netfangið holmavik@holmavik.is, merktar "Tjaldsvæði" í síðasta lagi föstudaginn 8. október eða skila þeim á skrifstofu Strandabyggðar að Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík. Frumlegar hugmyndir sem skapað gætu tjaldsvæðinu samkeppnisforskot umfram önnur slík eru sérlega vel þegnar.

Aflabrögđ báta 2009-2010

Sigurđur Ţorvaldsson | 14. september 2010
Í nýafstöðnu kvótaári 2009-2010 voru aflabrögð báta sem réru með landbeitta línu frá Hólmavík eftirfarandi:

Hlökk ST 66                        landaði 473.351 kg í 111 veiðiferðum.
Guðmundur Jóns ST 17       landaði 149.586 kg í 37 veiðiferðum.
Hafbjörg ST 77                   landaði  77.625 kg í 29 veiðiferðum.
Hilmir ST 1                         landaði  69.049 kg í 24 veiðiferðum.
Kópnes ST 64                     landaði 66.393 kg í 25 veiðiferðum.
Straumur ST 65                 landaði 62.842 kg í 44 veiðiferðum.

og að auki réru eftirfarandi bátar með handfæri:

Hafbjörg ST 77                   landaði 22.354 kg í  8 veiðiferðum.
Hilmir ST 1                         landaði 13.506 kg í 21 veiðiferð.
Kópnes ST 64                     landaði 10.717 kg í 11 veiðiferðum.
Ólafur Jóhanns ST 45        landaði   5.423 kg í 15 veiðiferðum.
Ólafur ST 52                      landaði  15.198 kg í 24 veiðiferðum.
Rut ST 50                          landaði    8.192 kg í 24 veiðiferðum.

Sigurður Þorvaldsson
Eldri fćrslur

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Nóvember 2019 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nćstu atburđir

Vefumsjón